Fundað í Nýju-Delhí

Mart­in Eyj­ólfs­son ráðuneyt­is­stjóri ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og Piyush Goyal, viðskipta- og iðnaðarráðherra Ind­lands funduðu í vik­unni í Nýju-Delhí, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vefsíðu stjórn­ar­ráðsins í dag.  

Á fund­in­um voru fríversl­un­ar­viðræður EFTA-ríkj­anna við Ind­land til umræðu og sam­mæltust ráðherr­ann og ráðuneyt­is­stjóri um að ljúka þyrfti viðræðunum sem fyrst til að efla viðskipta­tæki­færi þar á milli. 

Einnig ræddi ís­lenski ráðuneyt­is­stjór­inn við ind­verska ráðuneyt­is­stjóra ut­an­ríkisráðuneyt­is­ins og voru góð sam­skipti Íslands og Ind­lands og sam­starfs­mögu­leik­ar á sviði orku, mennta- og menn­ing­ar­mála, ný­sköp­un­ar og viðskipta til umræðu.  

Ráðuneyt­is­stjór­arn­ir ræddu auk þess sam­starf ríkj­anna tveggja á alþjóðavett­vangi og fóru yfir þær áskor­an­ir sem alþjóðakerfið stend­ur frammi fyr­ir.  

Ný­sköp­un á sviði jarðvarma

Ráðuneyt­is­stjóri tók einnig þátt í jafn­réttisviðburði sem var skipu­lagður af sendi­ráði Íslands í Nýju-Delhí í sam­starfi við Ind­lands­deild UN Women og UNESCO. Fjór­ir nem­end­ur á veg­um jafn­rétt­is­skóla GRÓ, þekk­ing­armiðstöðvar þró­un­ar­sam­vinnu á Íslandi, tóku til máls á viðburðinum og fjölluðu um störf sín í land­inu. 

Einnig var hald­in mál­stofa um ný­sköp­un milli Ísland og Indlands þar sem ráðuneyt­is­stjóri ávarpaði viðstadda. Mál­stof­an var hald­in í sam­starfi við In­vest India og ind­versk-ís­lenska viðskiptaráðið. Meðal þátt­tak­enda voru Össur, Mar­el, Kerec­is, ÍSOR/​Verkís, GEG­power og ONGC, rík­is­orku­fyr­ir­tæki Ind­lands og voru mögu­leik­ar sam­starfs á sviði ný­sköp­un­ar og jarðvarma mikið til umræðu.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert