Grunuð um frelsissviptingu og ítrekuð brot

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­rétt­ur hef­ur staðfest gæslu­var­halds­úrsk­urð Héraðsdóms Norður­lands eystra yfir konu sem er m.a. grunuð um margít­rekuð þjófnaðar­brot, lík­ams­árás­ir og frels­is­svipt­ingu. Skal kon­an sæta varðhaldi til 31. mars. 

Fram kem­ur í úr­sk­urðinum, sem féll á þriðju­dag, að um sé að ræða fjölda brota á tíma­bil­inu 13. janú­ar 2022 til 4. mars 2023. Þar af eru tíu mál til rann­sókn­ar er varða ætluð brot sem munu hafa átt sér stað 3. fe­brú­ar til 4. mars 2023.

Sak­ar­efni mál­anna eru ít­rekaðir þjófnaðir, lík­ams­árás­ir, nytjastuld­ur og skjalafals, grip­deild, eigna­spjöll, fjár­svik, rán, frels­is­svipt­ing, fíkni­efna­laga­brot og ít­rekuð um­ferðarlaga­brot.

Til rann­sókn­ar og meðferðar hjá lög­reglu og ákæru­valdi eru alls 25 mál, þar af 14 hjá lög­reglu­stjór­an­um á Norður­landi eystra, níu mál hjá lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu og tvö mál hjá lög­reglu­stjór­an­um á Vest­ur­landi.

Sam­kvæmt saka­vott­orði kon­unn­ar nær saka­fer­ill henn­ar aft­ur til árs­ins 2012 og hef­ur hún sex sinn­um hlotið refsi­dóm fyr­ir svipuð brot og lög­regla hef­ur nú til rann­sókn­ar, síðast með dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur í maí 2021 þar sem henni var gert að sæta fang­elsi í þrjá mánuði fyr­ir brot gegn al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um og lög­um um áv­ana-og fíkni­efni. 

Fram kem­ur í úr­sk­urði héraðsdóms, að það sé mat Lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra að ætla megi að kon­an muni halda áfram brot­um gangi hún laus á meðan mál­um henn­ar er ekki lokið.

Tekið er fram í skýrslu að kon­an hafi þurft að yf­ir­gefa íbúð sem hún bjó í eigi seinna en 6. mars. „Óvíst er hvort kærða hafi nokk­urn sam­astað í fram­hald­inu. Þá kom fram að kærða væri ekki í vinnu þar sem hún væri ör­yrki og neitaði al­farið að tjá sig um hvort hún væri neyslu áv­ana og fíkni­efna, lyfja eða áfeng­is.“

Þá seg­ir að rann­sókn meg­in­hluta mál­anna sé langt kom­inn og þess að vænta að gefa megi út ákæru í hluta þeirra í það minnsta á næst­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert