Gunnar sennilega í nágrenni Eskifjarðar

Gunnar Svan Björgvinsson.
Gunnar Svan Björgvinsson. Ljósmynd/Lögreglan

Lögregla hefur þrengt hugsanlegt leitarsvæði að Gunnari Svan Björgvinssyni. Nú er búist við að Gunnar sé uppi kominn í Eskifirði eða þar um kring. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. 

Eftirgrennsla og leit að Gunnari hefur staðið yfir síðan á sunnudag en nýjar upplýsingar og vísbendingar hafa leitt það í ljós að hann sé líklegast við Eskifjörð, þar sem hann býr. Síðast er vitað um ferðir Gunnars 24. febrúar síðastliðinn.

Í morgun fór leit fram með þyrlu Landhelgisgæslu. Leitað var í Reyðarfirði og Eskifirði. Leitarskilyrði voru góð þó leit bæri ekki árangur.

Enn voru afar óljósar upplýsingar af ferðum Gunnars á mánudag en þá voru fjörur Eskifjarðar gengnar og leitað var í bænum. 

Lögregla biðlar til Eskfirðinga

Áfram verður haldið að leita í fjörum, hlíðum ofan Eskifjarðar og í bænum. Því eru íbúar beðnir um að láta sér ekki bregða skyldi það sjá björgunarsveitarfólk fyrir utan heimili þeirra næstu daga.

Einnig biðlar lögregla til íbúa Eskifjarðar að skoða umhverfi sitt, sérstaklega geymslur og skúra eða önnur rými sem eru yfirleitt mannlaus.

Gunn­ar er liðlega fer­tug­ur að aldri, 186 cm á hæð, grann­vax­inn með áber­andi sítt brúnt hár.

Þeir er vita um ferðir Gunn­ars eft­ir þenn­an tíma eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444 0600 / 444 0635 eða með tölvu­pósti á net­fangið aust­ur­land@log­regl­an.is.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert