Íslendingar meðal þeirra bestu í umferðinni

Nýjar tölur ESB sýna að Íslendingar standa sig vel í …
Nýjar tölur ESB sýna að Íslendingar standa sig vel í umferðinni en Ísland er eitt þeirra Evrópulanda þar sem fæst banaslys verða í umferð. mbl.is/Jón Helgi

Íslend­ing­ar hafa bætt stöðu sína í um­ferðarör­yggi, sam­kvæmt nýj­um bráðabirgðatöl­um Evr­ópu­sam­bands­ins yfir fjölda lát­inna í um­ferðinni miðað við höfðatölu í ríkj­um Evr­ópu. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.

Á sein­asta ári voru Íslend­ing­ar í þriðja sæti með fæst bana­slys á höfðatöluá eft­ir Norðmönn­um og Sví­um, en þá voru bana­slys jafn mörg og árið áður.

Sam­kvæmt meðal­töl­um ár­anna 2018-2022 er Ísland í fjórða sæti og einu þjóðirn­ar sem stóðu sig bet­ur voru Nor­eg­ur, Svíþjóð og Bret­land. Á fimm ára tíma­bil­inu þar á und­an var Ísland í ní­unda sæti.

Ýmsir þætt­ir hafa stuðlað að bættra ör­yggi í um­ferð hér á landi, enda fjöl­marg­ir aðilar sem stuðla að efl­ingu um­ferðarör­ygg­is, t.a.m. innviðaráðuneytið, Sam­göngu­stofa, Vega­gerðin, lög­regl­an, Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og fleiri. Öku­tæki eru orðin ör­ugg­ari, veg­ir betri og öku­menn fær­ari. Fræðsla og for­varn­ir, einkum til er­lendra, hef­ur skilað sér vel og hvatn­ing um bætta hegðun í um­ferð sömu­leiðis.

Í til­kynn­ing­unni frá stjórn­ar­ráðinu lýs­ir Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Sam­göngu­stofu, því yfir að um­ferðarör­yggi á Íslandi sé, sam­kvæmt þess­um gögn­um, eitt það besta sem finnst í Evr­ópu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert