Katrín heimsækir Armeníu

Katrín Jakobsdóttir í Ráðherrabústaðnum í gær.
Katrín Jakobsdóttir í Ráðherrabústaðnum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur þekkst boð um að taka þátt í ráðstefnu í Armen­íu í októ­ber næst­kom­andi. 

Ráðstefn­an fjall­ar um hlut­verk kvenna í að efla lýðræðið og stuðla að friði og ör­yggi.  

Fé­lags­málaráðherra Armen­íu, Na­rek Mkrtc­hy­an, bauð Katrínu á ráðstefn­una á fundi í New York-borg í Banda­ríkj­un­um. Mkrtc­hy­an þakkaði Katrínu jafn­framt fyr­ir stuðning ís­lenskra fyr­ir­tækja á meðan á átök­um stóð í land­inu árið 2020 og fyr­ir sam­starfið við ís­lensk stjórn­völd, að því er fjöl­miðill­inn Armen­press greindi frá.

Katrín sótti 67. fund Kvenna­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna (CSW67) í New York á dög­un­um. Yf­ir­skrift fund­ar­ins var Ný­sköp­un og tækni­breyt­ing­ar og mennt­un kvenna á sta­f­rænni öld – Í þágu jafn­rétt­is og vald­efl­ing­ar kvenna.

Upp­fært 22. mars kl. 14:55

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu er ekki rétt sem kem­ur fram í um­fjöll­un Armen­press að Katrín muni heim­sækja Armen­íu til að taka þátt í of­an­greindri ráðstefnu. Rétt er að for­sæt­is­ráðherra hafi fengið boð en Katrín mun þó ekki taka þátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert