Kynsegin einstaklingum fjölgað um 75 prósent 

Kristinn Magnússon

Skrán­ing­um kynseg­in fólks eða non-bin­ary ein­stak­linga fjölgaði um 75 pró­sent á ár­inu 2022. Þetta kem­ur fram í töl­um mann­rétt­inda- og lýðræðis­skrif­stofa Reykja­vík­ur­borg­ar.

Tal­an er birt í Kyn­leg­um töl­um, sam­an­tekt skrif­stof­unn­ar á tölu­leg­um upp­lýs­ing­um um kyn og marg­breyti­leika, sem ætlaðar eru til að varpa ljósi á ólíka stöðu kynj­anna í Reykja­vík og víðar. Töl­ur í sam­an­tekt­inni snúa meðal ann­ars að inn­flytj­end­um, mennt­un, at­vinnu, of­beldi og stjórn­un­ar­stöðum.  

Í sam­an­tekt­inni kem­ur fram að sam­kvæmt töl­um rík­is­lög­reglu­stjóra séu 75 pró­sent brotaþola í morðmál­um af hálfu maka kon­ur og 25 pró­sent karl­ar, en á ár­un­um 2010-2020 voru 6 kon­ur og 2 karl­ar myrt af maka.   

Sam­an­tekt­in varp­ar ljósi á ým­is­legt annað, meðal ann­ars 47 pró­sent þeirra sem búa í miðborg Reykja­vík­ur séu á aldr­in­um 20-39 ára og að af 2.400 skráðum hund­um í borg­inni séu 57 pró­sent rakk­ar og 43 pró­sent tík­ur.  

Kyn­leg­ar töl­ur má skoða bet­ur hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert