Mesta íbúafjölgun síðan 1734

Fjölgun íbúa er sú mesta frá upphafi.
Fjölgun íbúa er sú mesta frá upphafi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mann­fjöldi á Íslandi 1. janú­ar síðastliðinn var 387.758 og hafði íbú­um fjölgað um 11.510 frá 1. janú­ar 2022, eða um 3,1%.

Það er mesta fjölg­un síðan árið 1734 eða eins langt og mann­fjölda­töl­ur fyr­ir Ísland ná, að sögn Hag­stofu Íslands. Þess má geta að þá bjuggu rúm­lega 43 þúsund manns á land­inu.

Alls voru 199.826 karl­ar, 187.800 kon­ur og 132 kynseg­in/​annað bú­sett á land­inu í upp­hafi árs­ins og fjölgaði körl­um um 3,5% árið 2022, kon­um um 2,6% og kynseg­in/​annað um 80,8%.

Mest hlut­falls­leg fjölg­un á Suður­nesj­um

Á höfuðborg­ar­svæðinu bjuggu 6.651 fleiri 1. janú­ar síðastliðnum en fyr­ir ári. Það jafn­gild­ir 2,8% fjölg­un íbúa á einu ári. Hlut­falls­leg fólks­fjölg­un var mest á Suður­nesj­um þar sem fjölgaði um 6,7% á síðasta ári eða 1.941 manns.

Fólki fjölgaði einnig yfir landsmeðaltali á Suður­landi, eða um 1.368 ein­stak­linga (4,2%) og á Vest­ur­landi (3.1%). Minni hlut­falls­leg fólks­fjölg­un var á Vest­fjörðum (2,4%), Norður­landi eystra (2,0%) og Aust­ur­landi (1,8%). Minnst fjölg­un var á Norður­landi vestra en þar fjölgaði ein­ung­is um 27 ein­stak­linga, eða 0,4%.

Tæp 140 þúsund í Reykja­vík

Sveit­ar­fé­lög á Íslandi voru 64 tals­ins  þann 1. janú­ar 2023 og hafði þeim fækkað um fimm frá fyrra ári. Reykja­vík var fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lagið með 139.875 íbúa en Árnes­hrepp­ur á Strönd­um það fá­menn­asta með 47 íbúa. Alls höfðu 29 sveit­ar­fé­lög færri en 1.000 íbúa en í ell­efu sveit­ar­fé­lög­um voru 5.000 íbú­ar eða fleiri.

Árið 2022 fækkaði íbú­um í 8 af 64 sveit­ar­fé­lög­um lands­ins og var fækk­un­in hlut­falls­lega mest í Fljóts­dals­hreppi (6,8%). Af ell­efu stærstu sveit­ar­fé­lög­un­um, með 5.000 íbúa eða fleiri, fjölgaði hlut­falls­lega mest í Reykja­nes­bæ (8,0%), Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg (3,7%) og í Mos­fells­bæ og Reykja­vík­ur­borg sem héldu í við fólks­fjölg­un á landsvísu (3,1%).

Af 11 stærstu sveit­ar­fé­lög­un­um fjölgaði minnst í Fjarðabyggð (1,1%).

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert