„Mjög óheppilegt og ekki hjálplegt“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Und­an­farið hafa í umræðunni verið dæmi um laun for­stjóra stór­fyr­ir­tækja sem nema tug eða á ann­an tug millj­óna króna á mánuði utan kauprétt­ar­samn­inga.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, tjáði sig stutt­lega um starfs­kjör for­stjóra í sam­tali við mbl.is í dag.

Hann sagði því í sjálfu sér auðsvarað að um óheppi­leg­ar ráðstaf­an­ir væri að ræða sem væru ekki hjálp­leg­ar í þær aðstæður sem nú eru uppi, meðal ann­ars með til­liti til verðbólgu­ástands­ins.

„Það eru viðkvæm­ir tím­ar á vinnu­markaði og það er mjög óheppi­legt og ekki hjálp­legt í þess­ari stöðu ef við sjá­um mörg til­vik um slíkt.

Ég verð samt að halda því til haga að þegar við skoðum markaðinn í heild sinni þá erum við ekki að sjá þess­ar miklu hækk­an­ir en það eru dæmi um það og þau eru óheppi­leg,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert