„Mjög óheppilegt og ekki hjálplegt“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Undanfarið hafa í umræðunni verið dæmi um laun forstjóra stórfyrirtækja sem nema tug eða á annan tug milljóna króna á mánuði utan kaupréttarsamninga.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tjáði sig stuttlega um starfskjör forstjóra í samtali við mbl.is í dag.

Hann sagði því í sjálfu sér auðsvarað að um óheppilegar ráðstafanir væri að ræða sem væru ekki hjálplegar í þær aðstæður sem nú eru uppi, meðal annars með tilliti til verðbólguástandsins.

„Það eru viðkvæmir tímar á vinnumarkaði og það er mjög óheppilegt og ekki hjálplegt í þessari stöðu ef við sjáum mörg tilvik um slíkt.

Ég verð samt að halda því til haga að þegar við skoðum markaðinn í heild sinni þá erum við ekki að sjá þessar miklu hækkanir en það eru dæmi um það og þau eru óheppileg,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert