Sameinist í stóru safnahúsi

Horft er til háskólasvæðisins.
Horft er til háskólasvæðisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hrefna Ró­berts­dótt­ir þjóðskjala­vörður seg­ir til skoðunar að flytja Þjóðskjala­safn í nýtt og stærra hús­næði. Ekki sé pláss fyr­ir þá tíu kíló­metra af gögn­um sem fylgi flutn­ingi Borg­ar­skjala­safns á Þjóðskjala­safn.

Borg­ar­skjala­safn hef­ur fylgt því eft­ir að stofn­an­ir skili skjöl­um til safns­ins. Spurð hvort starfs­fólk Borg­ar­skjala­safns muni fylgja stofn­un­inni og sjá um þessa eft­ir­fylgni á nýj­um stað, seg­ist hún ekki geta svarað því.

„Hins veg­ar er ljóst að við þurf­um ör­ugg­lega fleira starfs­fólk,“ seg­ir Hrefna um hinar auknu ann­ir.

Lilja Al­freðsdótt­ir, ráðherra menn­ing­ar­mála, seg­ir horft til þess að hafa allt sem teng­ist söfn­um á ein­um stað.

„Við erum með Hús ís­lensk­unn­ar og Lands­bóka­safnið og höf­um verið að velta því upp að skoða þann mögu­leika að Þjóðskjala­safnið myndi flytj­ast yfir á það svæði.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka