Sameinist í stóru safnahúsi

Horft er til háskólasvæðisins.
Horft er til háskólasvæðisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður segir til skoðunar að flytja Þjóðskjalasafn í nýtt og stærra húsnæði. Ekki sé pláss fyrir þá tíu kílómetra af gögnum sem fylgi flutningi Borgarskjalasafns á Þjóðskjalasafn.

Borgarskjalasafn hefur fylgt því eftir að stofnanir skili skjölum til safnsins. Spurð hvort starfsfólk Borgarskjalasafns muni fylgja stofnuninni og sjá um þessa eftirfylgni á nýjum stað, segist hún ekki geta svarað því.

„Hins vegar er ljóst að við þurfum örugglega fleira starfsfólk,“ segir Hrefna um hinar auknu annir.

Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála, segir horft til þess að hafa allt sem tengist söfnum á einum stað.

„Við erum með Hús íslenskunnar og Landsbókasafnið og höfum verið að velta því upp að skoða þann möguleika að Þjóðskjalasafnið myndi flytjast yfir á það svæði.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert