Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,3 og 3,4 mældust um fjögurleytið í dag við austanverðan Mýrdalsjökul.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að fyrri skjálftinn hafi riðið yfir kl. 16.11, um 7,6 km NNA af Hábungu og sá síðari kl. 16.26, um 7,8 kl N af Hábungu.