Sorphrúgan skýtur skökku við

Sorphrúgan við Straumsvík fyrr í dag.
Sorphrúgan við Straumsvík fyrr í dag. Sjáskot/Facebook

Hafn­f­irðing­ur­inn Davíð Arn­ar Stef­áns­son greindi frá því í færslu sinni á Face­book í dag að gríðar­stór hrúga hafi mynd­ast við Straums­vík. Hrúg­an var við vin­sæla göngu­leið við Gerði í Straums­vík.

“Þetta er gjör­sam­lega óþolandi sóðaskap­ur og van­v­irðing“ seg­ir Davíð í sam­tali við mbl.is. „Hrúg­an er búin að vera þarna ör­ugg­lega síðan um ára­mót­in eða alla­veg­ana síðan í janú­ar.“ seg­ir Davíð og bæt­ir við að hann sjái enn fleiri poka bæt­ast við af og til.

Hann seg­ist vera orðinn meira var við að sorp sé skilið eft­ir á svæðinu.

Sjálf­ur seg­ist hann ekki hafa stoppað lengi við haug­inn né held­ur látið sér detta í hug að taka til eft­ir þá sem skildu það eft­ir.

Bréf fyr­ir­tækja fund­ist í hrúg­unni

Hann grein­ir frá því að bréf sem vísuð eru til fyr­ir­tækja hafi fund­ist í haugn­um. Fyr­ir­tæk­in, sem heita All verk ehf, Ro verk ehf. og Tran­sylvania ehf og eru í eigu hjón­anna Sil­viu og Mihaelu Rot­ariu.

All verk og Ro verk eru skráð á sama heim­il­is­fang en Tran­sylvania er skráð á annað og á með öll­um lík­ind­um að bjóða upp á nokk­urs kon­ar veit­ingaþjón­ustu ef taka má mark af bréf­inu sem birt var.

Skjá­skot/​Face­book

Davíð seg­ist ekki hafa séð hversu göm­ul bréf­in voru en á einni mynd má sjá að eitt bréf hafi verði stimplað á þann 24. janú­ar 2023. Þar að auki er launa­greiðenda­yf­ir­lit yfir seinni helm­ing árs­ins 2022 sem hef­ur þá verið mót­tekið í janú­ar.

„Ég kann eng­in deili á þess­um fyr­ir­tækj­um.“ seg­ir Davíð Arn­ar. Hann seg­ir að eina sem hann hafði verið að gera með þess­ari færslu væri að þetta bær­ist til föður­hús­ana svo að hinir seku myndu ganga frá þessu.

Davíð seg­ist hafa skilið bréf­in eft­ir þegar hann yf­ir­gaf vet­vang, enda ætlaði hann sér ekki að taka til eft­ir þá sem sóðuðu út svæðið.

Eig­end­ur þver­taka fyr­ir ruslið

„Þetta er ekki okk­ar rusl,“ seg­ir Sil­viu Rot­ariu, einn eig­anda fyr­ir­tækj­anna þriggja, „Ein­hver hef­ur sett bréf fyr­ir­tæk­is­ins á svæðið.“

Hann seg­ist ekki hafa fundið bréf frá sín­um fyr­ir­tækj­um þegar hann mætti sjálf­ur á svæðið í dag og finnst það skjóta skökku við að þau hafi endað í haugn­um.

„Það er ljóst að þetta er ekki fyr­ir­tæk­isrusl held­ur heim­il­isrusl.“ seg­ir Sil­viu, „Ég hringdi í lög­regl­una og þegar þeir mættu voru þeir sam­mála mér um það.“

Hann seg­ir að ruslið kæmi ekki frá sínu heim­ili og seg­ist jafn­vel hafa boðið lög­regluþjón­um heim til sín til þess að sýna þeim að hann það rusl sem fannst á svæðinu gætu ómögu­lega komið frá hans heim­ili. „Við höf­um ekk­ert að fela.“

„Ég bauðst meira að segja til þess að fá nokkra menn til þess að hjálpa til við að fjar­lægja ruslið jafn­vel þó að það væri ekki einu sinni okk­ar, en lög­regl­an sagði að það væri ekki á okk­ar ábyrð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert