Sóttu gínu úr Hafnarfjarðarhöfn

Horft yfir Hafnarfjarðarhöfn.
Horft yfir Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Hallur Már

Rétt eft­ir miðnætti voru kvik­mynda­töku­menn við tök­ur í Hafna­fjarðar­höfn þegar taum­ur losnaði af gínu sem rak um höfn­ina.

Kvik­mynda­töku­mönn­un­um tókst ekki að fjar­lægja gín­una og því óskuðu þeir eft­ir aðstoð lög­reglu. Þegar lög­regl­an kom á vett­vang var slökkvilið ræst út sem fjar­lægði gín­una úr sjón­um og henni komið fyr­ir á bakk­an­um þar til gín­an var sótt af tök­uliði, að því er seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu fóru tveir menn út í flot­göll­um og sóttu gín­una. Tók verk­efnið skamma stund.

Brot­ist inn í fyr­ir­tæki

Rétt fyr­ir miðnætti barst til­kynn­ing um inn­brot í fyr­ir­tæki í miðbæ Reykja­vík­ur. Greini­leg­ar skemmd­ir voru á hurðakarmi. Húsa­smiður var feng­inn á vett­vang til þess að hægt væri að loka hurðinni.

mbl.is/​Hari

Til­kynnt var um ölvaðan mann sem var gang­andi veg­far­end­um til ama í Reykja­vík. Lög­regl­an fór á vett­vang og gaf sig á tal við hann. Niðurstaða máls­ins var sú að maður­inn skyldi koma sér heim í hátt­inn þar sem ekki voru nein­ar kröf­ur gerðar og hann orðinn poll­ró­leg­ur.

Grunaður um vörslu fíkni­efna

Lög­regl­an kannaði með ástand og rétt­indi öku­manns í hverfi 220 í Hafnar­f­irði þar sem ök­u­ljós voru ekki tendruð á bif­reið hans. Ökumaður­inn reynd­ist rétt­inda­laus en einnig und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna þar sem hann lét í té munn­vatns­sýni á vett­vangi. Ökumaður­inn var hand­tek­inn og lög­reglu­menn fram­kvæmdu ör­ygg­is­leit. Við hana fund­ust meint fíkni­efni. Ökumaður­inn er því grunaður um vörslu fíkni­efna. Hann var flutt­ur á lög­reglu­stöð þar sem vakt­haf­andi hjúkr­un­ar­fræðing­ur dró úr hon­um blóð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert