Varar fylgjendur sína við

Haraldur Þorleifsson.
Haraldur Þorleifsson. mbl.is/Golli

Har­ald­ur Þor­leifs­son, frum­kvöðull og hönnuður, greindi frá því á Twitter skömmu eft­ir miðnætti að hann ætlaði sér að „til­kynna dá­lítið“ í dag. Það hefði ekk­ert að gera með það sem hef­ur gerst und­an­farna daga.

Á hann þar við orðaskipti hans og auðjöf­urs­ins Elons Musk, eig­anda Twitter.

„Þetta er eitt­hvað sem ég hef unnið að í lang­an tíma og ég er stolt­ur af því en einnig feim­inn vegna þess. Hvað sem því líður þá vildi ég bara vara ykk­ur við ef þið viljið hætta að fylgja mér,“ bætti hann við, en fylgj­end­um hans á Twitter hef­ur fjölgað úr 60 þúsund í 210 þúsund eft­ir orðaskipt­in við Musk.

Har­ald­ur bætti við að lífið væri of stutt til að eyða því í nei­kvæðni og þakkaði jafn­framt þeim hefðu sent hon­um hlýj­ar kveðjur að und­an­förnu. Einnig sendi hann þeim sem sendu hon­um ekki svo hlýj­ar kveðjur bæði kossa og faðmlög.

„Ég vona að ykk­ar líf séu frá­bær. Ég er mjög ánægður með mitt og vona að það sama sé uppi á ten­ingn­um hjá ykk­ur.“

Upp­fært:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert