Við erum deyjandi tegund

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:44
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:44
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Bubbi Mort­hens seg­ir að minnk­andi bók­lest­ur sé vanda­mál, enda gefi bæk­ur dýpri og meir sýn á lífið en það sem við sjál­um á skjá; bæk­ur gefi aðgang að til­finn­ing­un­um, ekki bara köldu staðreynd­um eða lýs­ing­um, held­ur lif­ir les­and­inn at­b­urðinn. „Þetta er eitt­hvað sem sími eða Net­flix get­ur ekki boðið upp á og það er gald­ur­inn við bók­ina; bæk­ur eru plán­et­ur, sem við kom­umst á og búum á og verða part­ur af okk­ur,“ seg­ir Bubbi og tek­ur und­ir það að þeir sem lesi mikið finni þar lyk­il­inn að því að skilja aðra. „Ég er á því og fyr­ir stuttu upp­götvaði ég til dæm­is að Her­mann og Dídí eft­ir Guðberg Bergs­son væri einskon­ar fyr­ir­renn­ari Ísbjarn­ar­blús.

„Þegar ég er að semja og skrifa hef ég aðgang að gnægta­borði. Ég upp­lifi það aldrei að all­ir aðrir séu svo brjálæðis­lega góðir en ég tæp­ur. Ég hugsa bara: ég er með nammi­bar­inn og get tínt til allt sem mig lang­ar.“

„Ég gerði til­raun á yngstu dótt­ur minni þegar hún var vart mæl­andi og kenndi henni vís­ur Skáld-Rósu. Henni fannst eins og aðal­málið væri að segja ljóðið nógu hratt: þóaðkali­heit­an­hver­hylji­dali­jök­ull­ber­stein­artali­oga­llt­hvaðer – sama þó ég reyndi að segja henni að það ætti að segja lín­urn­ar mjög hægt, að leyfa þeim að setj­ast.

Svo liðu árin og svo var ég með henni í bíln­um um dag­inn og þá byrjaði ég: Augað mitt og augað þitt og þá fór hún í gang og þuldi fram­haldið. Svo fór ég yfir ljóðið með henni, ræddi við hana hvað hver lína þýddi og fann þá hvað það skipt­ir miklu máli að koma þess­um lykl­um í hend­urn­ar á börn­un­um mín­um, vegna þess að við sem les­um erum pinku­lítið að verða jaðar­sett, við erum deyj­andi teg­und.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert