Vísar ásökunum um rasisma á bug

Boðað hefur verið til mótmæla vegna uppsetningu Óperunnar á verkinu …
Boðað hefur verið til mótmæla vegna uppsetningu Óperunnar á verkinu á laugardaginn fyrir utan Hörpu.

Íslenska óperan vísar ásökunum um rasisma í uppsetningu sinni á verkinu Madama Butterfly á bug. Óperustjóri segir „yellow-face“ ekki notað í sýningunni.

Upp­setn­ing Íslensku óper­unn­ar á verk­inu Madama Butterfly eft­ir Giacomo Pucc­ini hef­ur fengið tölu­verða gagn­rýni síðustu daga. Óperan hefur meðal annars verið sökuð um að nota „yellow face“, en það er þegar notaður er farði og gervi í þeim til­gangi gera hvítt fólk „asísk­ara“ í út­liti, oft á ýkt­an hátt.

„Ég lagði skýrar línur í upphafi ferlisins að ekki yrði neitt „yellow-face“ í sýningunni. Mér finnst það lítilsvirðandi og það stenst ekki nútímann,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóra Íslensku óperunnar, í samtali við mbl.is.

Steinunn Birna Ragnarsdóttir er óperustjóri.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir er óperustjóri. Ljósmynd/Valli

„Við völdum þá leið að breyta ekki hvítum flytjendum í japanska með förðun. Við notum búninga til þess og aldagamla japanska hefð í leikhúsförðun, kennda við Kabuki, og vildum þannig sýna þeirra leikhúshefðum virðingu,“ segir Steinunn enn fremur.

Ráðgjafar mátu verkið ekki rasískt

Að sögn Steinunnar kallaði Óperan til faglega ráðgjafa af asískum ættum til að veita sína sýn á verkið. Þeir hafi verið sammála um að uppsetning Óperunnar væri ekki rasísk.

„Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhverjum mislíki, sama hvað við gerum. En við vorum með vaðið fyrir neðan okkur og kölluðum asíska ráðgjafa úr leikhúsheiminum til að gefa okkur sína sýn, af því að við getum jú ekki alveg sett okkur í þeirra spor. Þeim bar saman um að leiðin sem að við vorum að fara væri alls ekki rasísk eða misbjóðandi á einhvern hátt,“ segir Steinunn.

Sjá ekki ástæðu til að biðjast afsökunar

Boðað hefur verið til mótmæla vegna uppsetningu Óperunnar á verkinu á laugardaginn fyrir utan Hörpu. Steinunn segir Óperuna ekki sjá fyrir sér að biðjast afsökunar á sýningunni. 

„Við teljum ekki ástæðu til þess vegna þess að þetta er vel ígrundað og heilsteypt verk sem er skapað á löngum tíma. Við getum sjálfsagt ekki komið í veg fyrir að einhverjum mislíki framsetningin eða leiðin sem við veljum.“

Bætir hún við að sýningin hafi fengið góða dóma og eftirspurn sé mikil. Einnig ítrekar hún að faglegir ráðgjafar Óperunnar hafi ekki séð neitt gagnrýnisvert við sýninguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert