137 þúsund brottfarir í febrúar

Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brott­far­ir er­lendra farþega frá land­inu um Kefla­vík­ur­flug­völl voru um 137 þúsund í fe­brú­ar sam­kvæmt taln­ingu Ferðamála­stofu.

Brott­far­irn­ar eru álíka marg­ar og í fe­brú­ar árið 2020 og um 86% af því sem þær voru í fe­brú­ar 2018, eða þegar mest var, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Ferðamála­stofu.

Flest­ar brott­far­ir í fe­brú­ar voru til­komn­ar vegna Breta, eða 39 þúsund tals­ins (28,7% af heild). Banda­ríkja­menn voru í öðru sæti en brott­far­ir þeirra mæld­ust tæp­lega 21 þúsund, eða 15,1% af heild.

Bret­ar og Banda­ríkja­menn hafa verið fjöl­menn­ast­ir í fe­brú­ar­mánuði síðustu tvo ára­tugi eða frá því mæl­ing­ar Ferðamála­stofu hóf­ust, með ör­fá­um und­an­tekn­ing­um.

Brott­far­ir Íslend­inga voru um 39 þúsund í fe­brú­ar, sem er álíka fjöldi og á sama tíma­bili árin 2018 og 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert