3,8 stiga skjálfti

Svæðið austan Grímseyjar er mjög skjálftavirkt og hrinur algengar.
Svæðið austan Grímseyjar er mjög skjálftavirkt og hrinur algengar. mbl.is/Sigurður Bogi

Jarðskjálfta­hrina hófst um klukk­an tvö í nótt úti við Gríms­ey. Ríf­lega 60 skjálft­ar hafa mælst á svæðinu að sögn nátt­úru­vár­sér­fræðings Veður­stofu Íslands.

Sá stærsti varð klukk­an 15.59 í dag og var hann 3,8 að stærð.

Svæðið aust­an Gríms­eyj­ar er mjög skjálfta­virkt og hrin­ur al­geng­ar. Nokk­ur hrinu­virkni var á svæðinu síðast í haust, þá mæld­ist skjálfti af stærð 4,9 þann 8. sept­em­ber og 19. októ­ber mæld­ist skjálfti af stærð 3,8 eins og núna.

Bú­ast má við að skjálfta­virkni haldi áfram á svæðinu, jafn­vel næstu daga, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert