Mæðradauði fátíðari hér en víðast hvar

Kona með nýfætt barn.
Kona með nýfætt barn.

„Mæðradauði á Íslandi er með því minnsta sem þekk­ist,“ seg­ir Reyn­ir Tóm­as Geirs­son, pró­fess­or og yf­ir­lækn­ir á kvenna­deild Land­spít­al­ans. Grein um rann­sókn hans, Thors Asp­e­lund töl­fræðings og Heru Birg­is­dótt­ur lækn­is á mæðradauða á Íslandi á ár­un­um 1976 til 2015 er birt í nýj­asta tölu­blaði Lækna­blaðsins.

„Mæðradauði er fátíður og al­var­leg­ur at­b­urður, – mæli­kv­arði á um­gjörð þung­un­ar og barneigna. Til­gang­ur rann­sókn­ar­inn­ar var að finna og flokka til­vik á Íslandi sam­kvæmt alþjóðleg­um skil­grein­ing­um og skoða breyt­ing­ar dán­ar­hlut­falla á 40 ára tíma­bili,“ seg­ir í grein­inni.

48 mæður lét­ust í þung­un eða ári síðar

Alls lét­ust 1.600 kon­ur á aldr­in­um 15 til 49 ára á tíma­bil­inu, þar af 48 í þung­un eða á ár­inu eft­ir hana. Fæðing­ar voru 172.369. Sam­kvæmt þrengri skil­grein­ingu Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar flokk­ast 14 þess­ara til­vika und­ir mæðradauða. Bein­tengd dauðsföll voru 6, óbeint tengd 20 og ótengd 22 (slys­far­ir, sjúk­dóm­ar). Or­sak­ir bein­tengdra dauðsfalla voru al­var­leg meðgöngu­eitrun, lungna­blóðrek og fylgju­vefskrabba­mein. Óbeint tengd dauðsföll urðu vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, svo sem krabba­meins, syk­ur­sýki, heila/​hjarta­sjúk­dóma og sjálfs­víga. Áætlað hef­ur verið að mæðradauði sé svipaður á Norður­lönd­un­um

„Eng­in kona lést í tengsl­um við ut­an­legsþung­un, asa­blæðingu eða svæf­ingu og deyf­ingu,“ seg­ir Reyn­ir Tóm­as. Hann tel­ur það til marks um góðan ár­ang­ur ís­lenskr­ar heil­brigðisþjón­ustu. Árvekni þurfi þó sem fyrr vegna kvenna í áhættu­hóp­um og gagn­vart al­var­leg­um fylgi­kvill­um þung­un­ar og barneigna. Bet­ur megi gera á ýms­um sviðum, m.a. með til­liti til geðrænna or­saka mæðradauða, þ.e. sjálfs­víga. Í því efni sé hægt að styðjast við leiðbein­ing­ar Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert