60 ára Skálholtskirkja fær nú nýjan svip

Málað og lagfært svo byggingin glæsilega megi njóta sín.
Málað og lagfært svo byggingin glæsilega megi njóta sín. Ljósmynd/Gunnar Sigurgeirsson

Vænst er að end­ur­bót­um á Skál­holts­dóm­kirkju ljúki end­an­lega þegar líða tek­ur á apr­íl­mánuð. Í árs­byrj­un var kirkju­skipið sjálft rýmt, allt laust þar tekið út og sett í geymslu. Vegg­ir voru sparslaðir og málaðir og að hluta til í nýj­um lit­um, lagna­kerfi og ofn­ar end­ur­nýjuð, lýs­ing end­ur­hönnuð, nýr raf­búnaður sett­ur upp og svo mætti áfram telja.

Verk­tak­arn­ir Múr og mál eru í aðal­hlut­verki í verk­efni þessu, sem kem­ur í fram­haldi af end­ur­bót­um á ytra byrði kirkj­unn­ar í fyrra sem þeir höfðu einnig með hönd­um. „Að taka kirkj­una í gegn að inn­an er mik­il­væg fram­kvæmd sem lengi hef­ur verið á dag­skrá. Upp­haf­lega stóð til að ljúka verk­inu fyr­ir páska sem senni­lega tefst þó um nokkr­ar vik­ur,“ seg­ir sr. Kristján Björns­son, vígslu­bisk­up í Skál­holti.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu 9. mars 2023. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert