Áfram leitað að Stefáni í dag

Leitin að Stefáni heldur áfram í dag.
Leitin að Stefáni heldur áfram í dag. mbl.is/Eggert, Ljósmynd/Lögreglan

Leitað verður áfram í dag að Stefáni Arn­ari Gunn­ars­syni og eft­ir það verður staðan tek­in. Síðast er vitað um ferðir hans fyr­ir rúmri viku síðan.

Að sögn Helga Gunn­ars­son­ar, lög­reglu­full­trúa hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, hafa björg­un­ar­sveit­ir leitað dag­lega að hon­um, án ár­ang­urs.

Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúi Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, seg­ir ákveðnar björg­un­ar­sveit­ir hafa und­an­farna daga farið út á Álfta­nes í háfjöru og svip­ast um eft­ir hon­um. Einnig hef­ur verið flogið með dróna yfir svæðið og bát­ar siglt meðfram strönd­inni.

Eng­ar stór­ar, form­leg­ar björg­un­araðgerðir eru fyr­ir­hugaðar, seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert