Áfram leitað að Stefáni í dag

Leitin að Stefáni heldur áfram í dag.
Leitin að Stefáni heldur áfram í dag. mbl.is/Eggert, Ljósmynd/Lögreglan

Leitað verður áfram í dag að Stefáni Arnari Gunnarssyni og eftir það verður staðan tekin. Síðast er vitað um ferðir hans fyrir rúmri viku síðan.

Að sögn Helga Gunnarssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa björgunarsveitir leitað daglega að honum, án árangurs.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir ákveðnar björgunarsveitir hafa undanfarna daga farið út á Álftanes í háfjöru og svipast um eftir honum. Einnig hefur verið flogið með dróna yfir svæðið og bátar siglt meðfram ströndinni.

Engar stórar, formlegar björgunaraðgerðir eru fyrirhugaðar, segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert