Leitað verður áfram í dag að Stefáni Arnari Gunnarssyni og eftir það verður staðan tekin. Síðast er vitað um ferðir hans fyrir rúmri viku síðan.
Að sögn Helga Gunnarssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa björgunarsveitir leitað daglega að honum, án árangurs.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir ákveðnar björgunarsveitir hafa undanfarna daga farið út á Álftanes í háfjöru og svipast um eftir honum. Einnig hefur verið flogið með dróna yfir svæðið og bátar siglt meðfram ströndinni.
Engar stórar, formlegar björgunaraðgerðir eru fyrirhugaðar, segir hann.