Áttavilltur ferðamaður í garðinum

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. mbl.is

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing um grun­sam­leg­ar manna­ferðir í hverfi 220 í Hafnar­f­irði þegar grímu­klædd mann­eskja var að snigl­ast í garðinum hjá þeim sem til­kynnti um málið.

Mann­eskj­an flúði af vett­vangi þegar hún varð vör við ör­ygg­is­mynda­vél í garðinum.

Lög­regl­an fór á staðinn og ræddi við mann­eskj­una, sem reynd­ist vera er­lend­ur og átta­villt­ur ferðamaður í leit að AirBnB-íbúð sinni sem hann hafði tekið á leigu, að því er seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Lög­regl­unni barst til­kynn­ing um eld frá veit­ingastað í hverfi 201 í Kópa­vogi. Í ljós kom að veit­ingastaður­inn er bú­inn ofni sem er kynt­ur með viðarbrennslu. Það út­skýrði bruna­lykt­ina og eld­g­lær­urn­ar sem bár­ust upp úr strompi veit­ingastaðar­ins.

Til­kynnt var um lík­ams­árás í hverfi 111 í Breiðholti þar sem árás­arþoli var lam­inn með gerefti. Lög­regl­an fór á vett­vang og hand­tók þann sem réðst á hann og kærði fyr­ir eigna­spjöll og meiri­hátt­ar lík­ams­árás.

Reyndi að hlaupa und­an lög­reglu

Lög­regl­an gaf öku­manni bif­reiðar merki um að stöðva akst­ur í Grafar­holti en í staðinn fyr­ir að stöðva gaf ökumaður­inn í, lagði bif­reiðinni síðan stæði og reyndi að hlaupa und­an lög­regl­unni. Lög­reglu­menn hlupu öku­mann­inn uppi og var hann hand­tek­inn í and­dyri fjöl­býl­is­húss.

Ökumaður­inn bar þess merki að vera und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna. Var hann færður í hand­járn og hon­um fylgt í lög­reglu­bif­reið. Að sýna­töku lok­inni var ökumaður­inn frjáls ferða sinna, en hann reynd­ist einnig vera rétt­inda­laus.

Klifraði yfir svala­hand­rið

Lög­regl­unni á Vín­lands­leið var til­kynnt um grun­sam­leg­ar manna­ferðir þar sem klifrað var yfir svala­hand­rið sem til­heyr­ir sér­eign í fjöl­býl­is­húsi. Sá sem til­kynnti um málið var ekki með augu á vett­vangi, að því er kem­ur fram í bók­un. Lög­regl­an fór á staðinn og ræddi við hús­ráðanda íbúðar­inn­ar. Í ljós kom að hús­ráðand­inn hafði sem bet­ur fer bara gleymt lykl­un­um sín­um og ákveðið að vippa sér yfir svala­hand­riðið og fara inn um svala­h­urð.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Með hnúa­járn

Ökumaður var stöðvaður í hverfi 112 í Grafar­vogi, grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna en grun­ur var staðfest­ur með munn­vatns­sýna­prófi. Ökumaður­inn var hand­tek­inn en í ör­ygg­is­leit fannst hnúa­járn á hon­um. Ökumaður­inn var flutt­ur á lög­reglu­stöð þar sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur dró úr hon­um blóð. Hnúa­járnið, sem ökumaður­inn sagðist eiga, var hald­lagt. Að sýna­töku lok­inni var hann lát­inn laus úr haldi lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert