Einn slasaður eftir árekstur rútu og mjólkurbíls

Rútan lenti aftan á mjólkurbíl. Mynd frá vettvangi.
Rútan lenti aftan á mjólkurbíl. Mynd frá vettvangi. Ljósmynd/Lögreglan

Einn var flutt­ur á slysa­deild eft­ir að rúta hafnaði aft­an á mjólk­ur­bíl í Öxna­dal í há­deg­inu í dag en hann er ekki tal­inn vera al­var­lega slasaður, að sögn lög­reglu á Norður­landi eystra.

Hring­veg­ur­inn er enn lokaður við Þverá í Öxna­dal eft­ir árekst­ur­inn en lög­regl­an er að rann­saka vett­vang­inn.

Varðstjóri lög­regl­unn­ar seg­ir í sam­tali við mbl.is að lík­lega verði fljót­lega opnað fyr­ir um­ferð aft­ur.

Körfu­boltalið í rút­unni

Rút­an var á leið til Reykja­vík­ur með hóp körfu­boltastráka úr íþrótta­fé­lag­inu Þór, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Ak­ur­eyri.net.

Þar seg­ir að strák­arn­ir hafi verið sótt­ir og verði flutt­ir í Ham­ar, fé­lags­heim­ili Þórs, þangað sem for­eldr­ar eða for­ráðamenn hafi verið boðaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert