Einn slasaður eftir árekstur rútu og mjólkurbíls

Rútan lenti aftan á mjólkurbíl. Mynd frá vettvangi.
Rútan lenti aftan á mjólkurbíl. Mynd frá vettvangi. Ljósmynd/Lögreglan

Einn var fluttur á slysadeild eftir að rúta hafnaði aftan á mjólkurbíl í Öxnadal í hádeginu í dag en hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður, að sögn lögreglu á Norðurlandi eystra.

Hringvegurinn er enn lokaður við Þverá í Öxnadal eftir áreksturinn en lögreglan er að rannsaka vettvanginn.

Varðstjóri lögreglunnar segir í samtali við mbl.is að líklega verði fljótlega opnað fyrir umferð aftur.

Körfuboltalið í rútunni

Rútan var á leið til Reykjavíkur með hóp körfuboltastráka úr íþróttafélaginu Þór, að því er fram kemur í umfjöllun Akureyri.net.

Þar segir að strákarnir hafi verið sóttir og verði fluttir í Hamar, félagsheimili Þórs, þangað sem foreldrar eða forráðamenn hafi verið boðaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert