„Fólk er eðlilega hrætt“

Kafarar Landhelgisgæslunnar að störfum.
Kafarar Landhelgisgæslunnar að störfum. mbl.is/Golli

„Allt er gott sem end­ar vel,“ seg­ir Helgi Gunn­ars­son, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, um at­vikið við Arn­ar­nes­vog í Garðabæ í gær­kvöldi þegar ótt­ast var að maður úti á skeri hefði farið í sjó­inn.

Eft­ir að mik­ill viðbúnaður fór í gang með aðkomu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og kafara­hóps slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu, kom í ljós að maður­inn var stadd­ur úti á sker­inu til að taka ljós­mynd­ir af ísn­um sem þar hafði mynd­ast.

„Fólk er eðli­lega hrætt út af því sem er búið að ger­ast og til­kynn­ir eðli­lega um skrítn­ar manna­ferðir,“ seg­ir Helgi, sem á þar við leit að karl­manni að und­an­förnu í ná­grenni Álfta­ness.

„Það er mjög eðli­legt að hringja, bara mjög gott,“ bæt­ir hann við.

Of­an­tald­ir viðbragðsaðilar voru ekki komn­ir á staðinn þegar út­kallið var aft­ur­kallað, þar með tal­in þyrla Gæsl­unn­ar, að sögn Helga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert