Betur fór en á horfðist þegar flutningabíll og fólksbíll lentu saman á brúnni við Hólmsá í Reykjavík. Slysið varð þegar fólksbíllinn fór á rangan vegahelming og lenti á flutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fannst ökumaður fólksbilsins á hlaupum skammt frá slysstað. Var hann við það að stíga upp í sjúkrabíl til aðhlynningar. Ökumaður flutningabílsins er óslasaður.