Frávísun í hryðjuverkamáli líklega ekki kærð

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari.
Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, seg­ist ekki eiga von á því að frá­vís­un Lands­rétt­ar í hryðju­verka­mál­inu verði kærð til Hæsta­rétt­ar.

Lands­rétt­ur klofnaði í af­stöðu sinni þegar hann staðfesti úr­sk­urð héraðsdóms um að vísa frá hryðju­verka­mál­inu svo­kallaða. Var tekið fram að mikl­ir ágall­ar væru á til­grein­ingu hinn­ar ætluðu refsi­verðu hátt­semi þeirra Sindra Snæs Birg­is­son­ar og Ísi­dórs Nathans­son­ar.

„Það sem við ger­um núna er að skoða þessa niður­stöðu og við met­um næstu skref,“ seg­ir Karl Ingi í sam­tali við mbl.is.

„Það eru nefnd­ir til sög­unn­ar ákveðnir gall­ar þar sem er talið að ákær­an sé ekki nægi­lega skýr. Það er það sem við ætl­um að skoða nán­ar.“

Hver eru næstu skref þegar búið er að skoða úr­sk­urðinn?

„Það er hvort að við lát­um staðar numið eða hvort verði gef­in út ný ákæra,“ seg­ir Karl Ingi.

Klofn­ing­ur hafi enga sér­staka merk­ingu

Einn dóm­ari af þrem­ur í Lands­rétti skilaði sér­at­kvæði og vildi að frá­vís­unar­úrsk­urður héraðsdóms yrði felld­ur úr gildi.

Karl Ingi sagðist ekki túlka það á neinn sér­stak­an hátt, þegar hann var spurður um klofn­ing dóms­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert