Gagngerar breytingar verði gerðar á Jöfnunarsjóði

Breiðdalsvík í Fjarðabyggð.
Breiðdalsvík í Fjarðabyggð. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Gagn­ger­ar breyt­ing­ar verða gerðar á reglu­verki Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga sem miða að því að styrkja jöfn­un­ar­hlut­verk sjóðsins og mæta mikl­um sam­fé­lags­leg­um breyt­ing­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá innviðaráðuneyt­inu.

Til um­sagn­ar í sam­ráðsgátt stjórn­valda eru drög að skýrslu starfs­hóps um end­ur­skoðun á reglu­verki Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga.

Þar eru einnig drög að frum­varpi til nýrra heild­ar­laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga, sem byggja á niður­stöðum starfs­hóps­ins.

Inn­leitt á fjór­um árum

Í skýrslu starfs­hóps­ins er lagt til að tekið verði upp nýtt lík­an sem leysi nú­ver­andi tekju­jöfn­un­ar-, út­gjalda­jöfn­un­ar- og fast­eigna­skatts­fram­lög af hólmi. Um yrði að ræða gagn­sætt lík­an sem sam­ein­ar fyrr­greind fram­lög í eitt fram­lag.

Starfs­hóp­ur­inn var jafn­framt sam­mála um eft­ir­far­andi breyt­ing­ar á jöfn­un­ar­kerf­inu:

  1. Nýtt jöfn­un­ar­fram­lag. Lagt er til að verði veitt vegna sér­stakra áskor­ana sem skipt­ist í:
    Fram­lag vegna sér­staks byggðastuðnings.
    Fram­lag til sveit­ar­fé­laga með sér­stakt höfuðstaðarálag.
  2. Breyt­ing­ar á fram­lög­um vegna ís­lensku sem annað tungu­mál. Lagt er til að Reykja­vík­ur­borg fá greidd fram­lög vegna kennslu nem­enda með ís­lensku sem annað tungu­mál.
  3. Vannýt­ing út­svars dreg­in frá fram­lög­um. Starfs­hóp­ur­inn legg­ur til að nýti sveit­ar­fé­lag ekki út­svars­hlut­fall að fullu komi til skerðing­ar á fram­lög­um úr Jöfn­un­ar­sjóði sem nemi vannýtt­um út­svar­s­tekj­um, þ.e. mis­muni á út­svari miðað við há­marks­álagn­ingu og út­svari miðað við álagn­ing­ar­hlut­fall sveit­ar­fé­lags.

Starfs­hóp­ur­inn legg­ur þar til að nýtt lík­an jöfn­un­ar­fram­laga verði inn­leitt í skref­um á fjög­urra ára tíma­bili til að stuðla megi að fyr­ir­sjá­an­leika í rekstri sveit­ar­fé­laga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert