Gagngerar breytingar verða gerðar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem miða að því að styrkja jöfnunarhlutverk sjóðsins og mæta miklum samfélagslegum breytingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu.
Til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Þar eru einnig drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem byggja á niðurstöðum starfshópsins.
Í skýrslu starfshópsins er lagt til að tekið verði upp nýtt líkan sem leysi núverandi tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar- og fasteignaskattsframlög af hólmi. Um yrði að ræða gagnsætt líkan sem sameinar fyrrgreind framlög í eitt framlag.
Starfshópurinn var jafnframt sammála um eftirfarandi breytingar á jöfnunarkerfinu:
Starfshópurinn leggur þar til að nýtt líkan jöfnunarframlaga verði innleitt í skrefum á fjögurra ára tímabili til að stuðla megi að fyrirsjáanleika í rekstri sveitarfélaga.