Grímunotkun valkvæð á Landspítala

Starfsmenn Landspítalans þegar kórónuveiran var hvað skæðust hér á landi.
Starfsmenn Landspítalans þegar kórónuveiran var hvað skæðust hér á landi. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Grímu­notk­un á Land­spít­ala er val­kvæð frá og með deg­in­um í dag. Þetta á við um alla, þ.e. sjúk­linga, starfs­menn, nem­end­ur, heim­sókn­ar­gesti og aðra sem eiga er­indi á Land­spít­ala.

„Ávallt þarf að hafa í huga að ef heim­sókn­ar­gest­ur hef­ur ein­kenni önd­un­ar­færa­sýk­ing­ar þá ætti hann að fresta heim­sókn en nota grímu ef það er ekki hægt,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá far­sótta­nefnd Land­spít­ala.

Nefnd­in mæl­ir með því að grím­ur séu áfram notaðar á bráðamót­tök­um þar sem þrengsli eru og ekki hægt að gæta að sótt­vörn­um. Einnig að grím­ur séu notaðar ef starfsmaður er með önd­un­ar­færa­ein­kenni og ef sjúk­ling­ur fær ein­kenni sem þarfn­ast grein­ing­ar.

„Vert er að hafa í huga á næstu vik­um að enn grein­ast ýms­ar veir­ur sem valda önd­un­ar­færa­sýk­ing­um og fer kúrf­an frem­ur hægt niður. Starfs­fólk er því beðið um að vera vak­andi fyr­ir ein­kenn­um hjá sjúk­ling­um og sjálfu sér og grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana vakni grun­ur um sýk­ingu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert