„Hljóta að boða til blaðamannafundar“

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs Birgissonar.
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs Birgissonar. Ljósmynd/Aðsend

Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður Sindra Snæs Birg­is­son­ar, sem ákærður var fyr­ir brot á hryðju­verka­lög­um, seg­ir að niðurstaða Lands­rétt­ar um að vísa ákær­unni frá og staðfesta þar með niður­stöðu héraðsdóms ekki hafa komið á óvart. 

„Ég bjóst alltaf við þessu þar sem úr­sk­urður héraðsdóms var vel samn­inn og rök­rétt­ur. Ég taldi því lík­urn­ar alltaf vera meiri á því að Lands­rétt­ur myndi staðfesta þetta,“ seg­ir Sveinn Andri. 

Hann ger­ir ráð fyr­ir því að hryðju­verkaþætti máls­ins sé lokið með end­an­leg­um fullnaðarsigri. „Auðvitað er það tækni­lega hægt fyr­ir ákæru­valdið að gefa út nýja ákæru þar sem þeir ná utan um þetta en ég sé ekki hvernig það er hægt,“ seg­ir Sveinn Andri.

„Loðnari en bakið á gór­illu“ 

Hann seg­ir að það hafi strax verið ljóst í sín­um huga að ákær­an væri óskýr. „Ég sá það strax að hún var jafn loðin og bakið á gór­illu,“ seg­ir Sveinn Andri.

Hann tel­ur að ákæru­valdið þurfi að hugsa sinn gang vegna þess­ar­ar niður­stöðu. „Þeir hljóta nú að boða til blaðamanna­fund­ar," seg­ir Sveinn Andri og vís­ar þar með til blaðamanna­fund­ar sem rík­is­lög­reglu­stjóri boðaði til þegar málið var kynnt. 

Hann seg­ir bolt­ann hjá ákæru­vald­inu varðandi aðra liði ákær­unn­ar.  „En engu að síður lít ég á þetta sem fullnaðarsig­ur,“ seg­ir Sveinn Andri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert