Ísland orðið eftirbátur í öryggis- og varnarmálum

Bandarískir landgönguliðar æfa í Hvalfirði.
Bandarískir landgönguliðar æfa í Hvalfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland er eft­ir­bát­ur annarra ríkja þegar kem­ur að þekk­ingu og rann­sókn­um á ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Nauðsyn­legt er að breyta þessu svo stuðla megi að yf­ir­vegaðri umræðu um mála­flokk­inn. Um of langt skeið hef­ur op­in­ber umræða ein­kennst af tak­markaðri þekk­ingu.

Þetta seg­ir Pia Hans­son, for­stöðumaður Alþjóðamála­stofn­un­ar Há­skóla Íslands. Hrein­skil­in umræða um ör­ygg­is- og varn­ar­mál ætti að telj­ast eðli­leg í sjálf­stæðu og full­valda ríki.

„Þessi umræða þarf öll að lyft­ast á mun hærra plan. Það þarf að vera hægt að setj­ast niður og ræða þessi mál af fullri hrein­skilni og með all­ar staðreynd­ir uppi á borðum. Til þessa höf­um við verið rög til þess en það má alls ekki,“ seg­ir hún.

Þá seg­ir Pia þörf á að skýra bet­ur her­vernd Banda­ríkj­anna og NATO, reyni á hana. Svara verði m.a. því hver viðbragðstími sé, verði með ein­hverj­um hætti ráðist á Ísland. „Og hvernig sjá­um við fyr­ir okk­ur að verj­ast árás?“ 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert