Leit að Gunnari heldur áfram um helgina

Gunnar Svan Björgvinsson.
Gunnar Svan Björgvinsson. Ljósmynd/Lögreglan

leit að Gunnari Svan Björgvinssyni er að hefjast að nýju í dag og verður leitað að honum um helgina á landi og frá sjó.

Lög­regla á Aust­ur­landi lýs­ti fyrst eft­ir Gunn­ari á miðvikudaginn. Síðast er vitað um ferðir Gunn­ars 24. fe­brú­ar við heim­ili hans á Eskif­irði.

Í gær fór leit fram með þyrlu Land­helg­is­gæslu. Leitað var í Reyðarf­irði og Eskif­irði.

Biðlað til íbúa að svipast um

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að verið sé að hefja leitina í dag en það verði leitað í byggð á Eskifirði.

„Biðlað hefur verið til íbúa um að þeir svipist einnig um. Verið er að biðja um að það sé svipast um í skúrum og útihúsum hvers konar og hvar sem möguleiki er á að einhver hafi fundið sér skjól,“ segir Kristján í samtali við mbl.is.

Hann segir að á morgun verði áfram leitað í byggð á Eskifirði og líka frá sjó. 

Framhald leitar á sunnudag ræðst af niðurstöðu laugardagsins að sögn Kristjáns. 

Fólk hafi samband viti það um ferðir Gunnars

Gunn­ar er liðlega fer­tug­ur að aldri, 186 cm á hæð, grann­vax­inn með áber­andi sítt brúnt hár, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

Þeir er vita um ferðir Gunn­ars eft­ir þenn­an tíma eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444 0600 / 444 0635 eða með tölvu­pósti á net­fangið aust­ur­land@log­regl­an.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert