Örmagnaðist á leiðinni

Björgunarsveitarfólk á svæðinu í gær.
Björgunarsveitarfólk á svæðinu í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Björg­un­ar­sveit­ir komu tveim­ur ferðamönn­um til bjarg­ar á göngu­leið á milli Þak­gils og ís­hell­is í Kötlu­jökli í gær.

Að sögn Jóns Þórs Víg­lunds­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, ör­magnaðist ann­ar ferðamann­anna á leiðinni og gat ekki haldið áfram. Óskuðu þeir eft­ir aðstoð um hálf­fjög­ur­leytið í gær og voru björg­un­ar­sveit­ir því kallaðar út.

Ferðamenn­irn­ir voru stadd­ir á Vatns­rás­ar­höfði, rétt norður af Rem­und­argils­höfði.

Það voru björg­un­ar­sveit­ir á fæti sem fundu þá um sex­leytið og komu þeim til aðstoðar. Björg­un­ar­sveit­ar­bíll flutti ferðamenn­ina síðan í Þak­gil en þar höfðu þeir skilið eft­ir bíl­inn sinn og gengið af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka