Ríkislögreglustjóri mun ekki tjá sig

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Karl Ingi Vilbergsson hjá embætti …
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Karl Ingi Vilbergsson hjá embætti héraðssaksóknara. Samsett mynd

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra mun ekki tjá sig um hryðju­verka­málið á meðan það er á borði héraðssak­sókn­ara að sögn Gunn­ars Harðar Garðarss­onar, sam­skipta­stjóra rík­is­lög­reglu­stjóra.

Lands­rétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð héraðsdóms um að vísa frá hryðju­verka­mál­inu svo­kallaða. Er það gert í ljósi þess að mikl­ir ágall­ar eru á til­grein­ingu hinn­ar ætluðu refsi­verðu hátt­semi þeirra Sindra Snæs Birg­is­son­ar og Ísi­dórs Nathans­son­ar.

„Það er eitt­hvað sem embættið og Sig­ríður munu ekk­ert komm­enta á, það er mál sem er bara hjá héraðssak­sókn­ara enda á hans for­ræði,“ seg­ir Gunn­ar í sam­tali við mbl.is.

„Hún sjálf mun svo nátt­úru­lega ekk­ert komm­enta á þetta mál út af því að hún sagði sig frá því vegna beinna hags­muna­tengsla út af föður sín­um.“

Gunnar Hörður Garðarsson sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra.
Gunn­ar Hörður Garðars­son sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra.

Væri óá­byrgt að tjá sig

Gunn­ar seg­ir að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra muni held­ur ekki tjá sig um hvort of brátt hafi verið farið af stað þegar hryðju­verka­málið var kynnt í fjöl­miðlum.

„Það er eitt­hvað sem við mun­um ekk­ert tjá okk­ur um fyrr en það er kom­in lykt í málið, það væri óá­byrgt að fara að tjá sig um ein­hverja þætti máls­ins, sama hverj­ir þeir eru, á meðan það er enn þá hjá öðru embætti sem ber ábyrgð á því.“

Gunn­ar seg­ir ekki úti­lokað að embættið muni tjá sig þegar end­an­leg niðurstaða verður kom­in í mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert