Sinubruni við Sprengisand

Sinubrunar kvikna oft á þessum árstíma, slökkviliðinu til töluverðar gremju.
Sinubrunar kvikna oft á þessum árstíma, slökkviliðinu til töluverðar gremju. Ljósmynd/Aðsend

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst fyrr í dag útkall vegna sinubruna við undirgöng undir Reykjanesbraut við Sprengisand í Reykjavík.

Uppfært

Búið er að slökkva sinubrunann. Slökkviaðgerðir gengu fljótt og vel fyrir sig, að sögn upplýsingafultrúa Slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu

Oft var hringt í slökkvilið, þar sem gjarnan er mikil umferð þar sem bruninn var, og það tók stuttan tíma fyrir slökkvilið að mæta á svæðið.

Slökkvilið hefur svipast til eftir ummerkjum um upptök eldsins en enn er ekki vitað hver orsök brunans er.

Við fyrstu sýn virtist vera um smávægilegan bruna að ræða, en samkvæmt varðstjóra geta sinubrunar oft dreift töluvert úr sér á skömmum tíma.

Sinubrunar verða reglulega á þessum árstíma slökkviliðinu til töluverðrar gremju, en varðstjóri gerir ráð fyrir eldurinn verði slökktur fljótt og örugglega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert