Sinubruni við Sprengisand

Sinubrunar kvikna oft á þessum árstíma, slökkviliðinu til töluverðar gremju.
Sinubrunar kvikna oft á þessum árstíma, slökkviliðinu til töluverðar gremju. Ljósmynd/Aðsend

Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu barst fyrr í dag út­kall vegna sinu­bruna við und­ir­göng und­ir Reykja­nes­braut við Sprengisand í Reykja­vík.

Upp­fært

Búið er að slökkva sinu­brun­ann. Slökkviaðgerðir gengu fljótt og vel fyr­ir sig, að sögn upp­lýs­inga­ful­trúa Slökkviliðsins á Höfuðborg­ar­svæðinu

Oft var hringt í slökkvilið, þar sem gjarn­an er mik­il um­ferð þar sem brun­inn var, og það tók stutt­an tíma fyr­ir slökkvilið að mæta á svæðið.

Slökkvilið hef­ur svip­ast til eft­ir um­merkj­um um upp­tök elds­ins en enn er ekki vitað hver or­sök brun­ans er.

Við fyrstu sýn virt­ist vera um smá­vægi­leg­an bruna að ræða, en sam­kvæmt varðstjóra geta sinu­brun­ar oft dreift tölu­vert úr sér á skömm­um tíma.

Sinu­brun­ar verða reglu­lega á þess­um árs­tíma slökkviliðinu til tölu­verðrar gremju, en varðstjóri ger­ir ráð fyr­ir eld­ur­inn verði slökkt­ur fljótt og ör­ugg­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert