Sjósundsfólki hætt við skólpi í sjó

Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík
Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík Morgunblaðið/Golli

Vegna viðhalds fer skólp í sjó frá dælustöðinni við Faxaskjól mán 13. mars 08:00 - fös 17. mars 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum

„Óhreinsuðu skólpi verður veitt um yfirfallsdælur sem dæla út um lögn u.þ.b. 200 metra frá landi. Einnig gætu neyðarlúgur opnast og óhreinsað skólp runnið í sjó nær landi við dælustöðina.

Við vonum að ekki komi til þess að neyðarlúgur opnist, en á meðan á þessu stendur er þó hætta á að óhreinsað skólp komist í sjóinn við dælustöðina og bendum sérstaklega sjósundsfólki á það. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert