Skellir í lás og selur safnið

Aðalvideoleigan er meðal seinustu myndbandsleigna á Íslandi en hún lokar …
Aðalvideoleigan er meðal seinustu myndbandsleigna á Íslandi en hún lokar nú dyrum sínum um mánaðarmótin. mbl.is/Árni Sæberg

Aðal­vi­deo­leig­an á Klapp­ar­stíg, sem hef­ur á sein­ustu árum verið eina mynd­bands­leig­an í full­um rekstri hér á landi, mun hætta starf­semi sinni um mánaðar­mót­in.

Frá og með deg­in­um í dag verður úr­val Aðal­vi­deo­leig­unn­ar til sölu en þar hafa verið fleiri en 20.000 spól­ur og disk­ar til leigu.

Færsla frá því í gær um lokun Aðalvideoleigunnar.
Færsla frá því í gær um lok­un Aðal­vi­deo­leig­unn­ar. Skjá­skot/​Face­book

Frá þessu greidi eig­andi mynd­bands­leig­unn­ar, Reyn­ir Maríu­son (einnig þekkt­ur sem Aðal-Reyn­ir), á Face­book-síðu Aðal­vi­deo­leig­unn­ar í gær.

Áður voru mynd­bands­leig­urn­ar í miklu fram­boði hér á landi en á liðnum árum hafa streym­isveit­ur gjör­sam­lega umbreytt neyslu­venj­um okk­ar hvað kvik­mynd­ir og sjón­varp varðar og nú eru mynd­bands­leig­ur nán­ast fram­andi sjón að sjá.

Síðasta leig­an í full­um rekstri

Sam­tals hef­ur Reyn­ir verið eig­andi leig­unn­ar í rúm 30 ár en hann seldi leig­una á tíma­punkti og keypti hana síðan aft­ur. Leig­an hef­ur þó verið við klapp­ar­stíg í um fjóra ára­tugi.

„Við erum búin að vera síðasta vídeo­leig­an í full­um rekstri sein­ustu tvö eða þrjú ár, al­veg síðan Laug­ar­ásvídeo lokaði,“ seg­ir Reyn­ir í sam­tali við mbl.is. „Það eru tvær hill­ur í Sigluf­irði og ein­hverj­ar aðrar tvær heima hjá ein­hverj­um á Eskifiriði.“ 

Aðal-Reynir Maríuson hefur rekið leiguna í um 30 ár samanlagt.
Aðal-Reyn­ir Maríu­son hef­ur rekið leig­una í um 30 ár sam­an­lagt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Reyn­ir seg­ir það vera mjög leiðin­legt að þurfa að loka. Hann hafði nefni­lega haft það mark­mið að vera síðasta mynd­bands­leig­an á heimskringl­unni. „Ég er ekk­ert að loka því að mig lang­ar til þess.“ 

Far­ald­ur­inn stórt strik í reikn­ing­inn

Reyn­ir seg­ir að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hafi haft mik­il áhrif á rekst­ur Aðal­vi­deo­leig­unn­ar sein­ustu árin. Fastak­únn­ar mættu þá sjaldn­ar og tekj­ur fóru hríðfallandi.

Allt saft leigunnar verður til sölu á næstu vikum.
Allt saft leig­unn­ar verður til sölu á næstu vik­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Ég þurfti bara að taka upp úr vas­an­um til að borga húsa­leig­una,“ seg­ir Reyn­ir en hann hef­ur á sein­ustu mánuði verið að vinna við annað starf á dag­inn og mæta síðan eft­ir vinnu upp í vídeo­leigu sem hef­ur verið opin á milli 18:00 og 23:30.

Hann vill telja að ef ekki hafi verið fyr­ir far­ald­ur­inn hefði hann getað haldið leig­unni gang­andi um nokk­urn tíma til viðbót­ar.

Því verður allt kvik­mynda­safnið til sölu, svo að Reyn­ir geti að nokkru leyti kom­ist frá frá tapi sein­ustu ára. „Það er ekk­ert tekið frá.“

Sátt­ur ef þetta kem­ur hon­um í sögu­bæk­urn­ar

Reyn­ir seg­ist vera sátt­ur við það að leig­an hafi haldið út svona lengi, þrátt fyr­ir það að hún hafi þurft að loka dyr­um fyrr en hann vonaðist til. „Ef það er þetta sem kem­ur mér í Íslands­sög­una þá verð ég ekk­ert ósátt­ur við það.“

Aðspurður hver hans næstu skref verða þá seg­ist hann ætla að halda áfram að vinna en eins og sagt hef­ur verið hef­ur hann starfað við tvö störf þar til nú þegar leig­an lok­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert