Skólinn á ekki að reka réttarkerfi

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, ræddi við mbl.is um …
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, ræddi við mbl.is um stöðuna í skólum landsins.

Kyn­bundið of­beldi meðal ung­menna var til tals­verðrar umræðu í fyrra og gengu nem­end­ur út úr tím­um til að sýna sam­stöðu með brotaþolum og mót­mæla viðbragðsleysi skóla­yf­ir­valda við ásök­un­um um kyn­ferðis­brot meðal nem­enda. 

Stein­unn Gyðu- og Guðjóns­dótt­ir, talskona Stíga­móta, seg­ir marga skóla upp­lifa ráðal­eysi varðandi viðbrögð við jafn­ingja­of­beld­is­mál­um, en mál­efnið er eitt þeirra sem tekið er fyr­ir á ráðstefnu um kyn­bundið of­beldi og ábyrgð skóla, sem Stíga­mót standa fyr­ir í dag.

Stein­unn seg­ir að helsta mark­mið ráðstefn­unn­ar sé að vald­efla skólaaðila til að bregðast við kyn­bundu of­beldi, bæði sem for­varn­ar- og viðbragðsaðilar.

Hún seg­ir að Stíga­mót hafi fundið fyr­ir ákveðnu ráðal­eysi af hálfu skólastjórn­enda varðandi viðbrögð við jafn­ingja­of­beld­is­mál­um. Skól­arn­ir bregðist oft­ast við eft­ir bestu getu en að viðbrögðin séu í mörg­um til­fell­um ekki brotaþola­væn.

Margir nemendur MH kváðust hafa fengið nóg af aðgerðaleysi skólayfirvalda …
Marg­ir nem­end­ur MH kváðust hafa fengið nóg af aðgerðal­eysi skóla­yf­ir­valda í haust. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þurfa að passa að brotaþoli detti ekki úr skóla

Hún seg­ir ráðstefn­una ekki veita skólaaðilum viðbragðsáætl­unar gátlista, enda sé það ein­fald­lega ekki hægt, held­ur dýpka þekk­ingu og efla skólaaðila til að treysta eig­in dómgreind varðandi viðbragðsáætlan­ir í flókn­um mál­um.

Meðal ann­ars er fjallað um net­úr­ræðið „Sjúkt spjall“, þar sem ung­menni geta nafn­laust rætt við ráðgjafa um reynslu og spurn­ing­ar um of­beldi.  

Sjálf er Stein­unn með ávarpið „Á skól­inn að reka rétt­ar­kerfi?“. Hún seg­ir marga skóla gera ráð fyr­ir því að brotaþoli til­kynni brot til skóla­yf­ir­valda, málið sé síðan kannað og gripið til aðgerða í kjöl­farið.

Stein­unn seg­ir það hins veg­ar alls ekki hlut­verk skóla að reka eigið rétt­ar­kerfi og kveða upp dóm yfir nem­end­um. Hlut­verk skól­ans sé fyrst og fremst að græða sár og passa að brotaþoli detti ekki úr skóla í kjöl­far brots­ins, held­ur geti lifað sínu lífi inn­an veggja skól­ans án þess að end­urupp­lifa áföll.  

Starfs­mönn­um þyki oft vænt um báða nem­end­ur

Hún seg­ir mik­il­vægt fyr­ir starfs­menn skól­ans að gera sér grein fyr­ir því að þeir séu ekki hlut­laus­ir aðilar, held­ur hafi oft til­finn­ing­ar varðandi mál­in.

„Þeim þykir senni­leg­ast vænt um báða nem­end­ur í mál­um þar sem nem­andi hef­ur brotið á sam­nem­anda. Það er fyrsta skref að gera sér grein fyr­ir því og hvernig það get­ur flækst fyr­ir manni þegar unnið er úr svona mál­um.“ 

Einnig seg­ir hún mik­il­vægt að vera vak­andi fyr­ir því að þrátt fyr­ir að mál sem þessi séu yf­ir­leitt meðhöndluð sem einka­mál nem­end­anna sem eiga í hlut, sé oft stór hóp­ur sam­nem­anda sem bland­ast inn í málið. Skól­inn þurfi að grípa inn í slík­um til­fell­um, með fræðslu og sam­töl­um við nem­end­ur. 

Mun­ur á af­leiðingu og refs­ingu

Spurð hvað sé ráðlagt varðandi af­leiðing­ar fyr­ir gerend­ur seg­ir Stein­unn mik­il­vægt að skil­greina á milli refs­ingu og af­leiðinga.

„Það er al­veg mjög eðli­leg afleiðing ef þú hef­ur brotið á ann­arri mann­eskju, þannig að mann­eskj­an upp­lif­ir van­líðan við að vera ná­lægt þér, að þú þurf­ir að víkja. Það er ekki refs­ing fyr­ir brotið, það er bara það sem þarf að gera til að hin mann­eskj­an geti haldið áfram að lifa sínu lífi.“

Hún seg­ir skóla­yf­ir­völd reyna að taka sem var­kár­ast á mál­um sem snú­ast að ung­menn­um. Hún tek­ur sem dæmi um af­leiðingu að ger­andi þurfi að hætta í kór eða nem­enda­stjórn eða ekki fá að mæta í bekkj­ar­ferð sem brotaþoli er part­ur af.

Hún seg­ir þó ráðstefn­una ekki ætlaða til að ráðleggja ná­kvæm­lega hvaða aðferðum eigi að beita held­ur fyrst og fremst að dýpka þekk­ingu skóla­fólks til að meta stöðuna og beita góðri dómgreind í þess­um erfiðu mál­um. 

Dag­skrá og er­indi ráðstefn­unn­ar má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert