Stúdentar marseruðu á fund ráðherra

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók á móti stúdentum við Ráðherrabústaðinn.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók á móti stúdentum við Ráðherrabústaðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Full­trú­ar frá stúd­entaráði Há­skóla Íslands gengu í morg­un frá há­skól­an­um að ráðherra­bú­staðnum þar sem rík­is­stjórn­ar­fund­ur fór fram. Af­hentu þau þar Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sam­an­tekt á sjón­ar­miðum ráðsins þegar kem­ur að fjár­mögn­un há­skól­ans.

Hafa stúd­ent­ar meðal ann­ars mót­mælt þeim ósk­um há­skóla­yf­ir­valda að fá að hækka skrá­setn­ing­ar­gjald við skól­ann upp í 95 þúsund krón­ur.

Héldu stúd­ent­ar á tveim­ur stór­um fán­um þar sem ann­ars veg­ar stóð: „Há­skól­ann vant­ar 1.000.000.000“ og hins veg­ar: „Stúd­ent­ar splæsa“.

Stúdentar gengu frá Háskóla Íslands að ráðherrabústaðnum og afhentu þar …
Stúd­ent­ar gengu frá Há­skóla Íslands að ráðherra­bú­staðnum og af­hentu þar kröf­ur sín­ar. Á 14 metra löng­um fán­um stúd­enta stóð ann­ars veg­ar „Há­skól­ann vant­ar 1.000.000.000“ og hins veg­ar „Stúd­ent­ar splæsa.“ mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Loka­hnykk­ur á viku­langri her­ferð

Auk þess að af­henda sam­an­tekt sína óskuðu stúd­ent­ar svara frá ráðherr­um við eft­ir­far­andi spurn­ing­um:

  1. Hvað verður gert til þess að bregðast við stöðu Há­skóla Íslands núna?
  2. Verður niður­skurður­inn sem boðaður er í fjár­mála­áætl­un leiðrétt­ur?
  3. Mun rík­is­stjórn­in standa við lof­orð sín um stór­auk­in fjár­fram­lög til há­skóla­stigs­ins?
  4. Verður lagt fram frum­varp um breyt­ingu á lög­um um op­in­bera há­skóla sem heim­il­ar hækk­un skrá­setn­ing­ar­gjalds­ins?

Þessi ganga var loka­hnykk­ur á viku­langri her­ferð stúd­entaráðs. Seg­ir í til­kynn­ingu að „mark­mið her­ferðar­inn­ar er að vekja at­hygli á und­ir­fjármögn­un Há­skóla Íslands og áhrif­um henn­ar á skóla­starfið, stúd­enta og sam­fé­lagið allt og þrýsta á stjórn­völd að standa við gef­in lof­orð um fjár­mögn­un op­in­berr­ar há­skóla­mennt­un­ar, í stað þess að varpa byrðinni enn frek­ar yfir á stúd­enta í formi hærra skrá­setn­ing­ar­gjalds.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert