Fulltrúar frá stúdentaráði Háskóla Íslands gengu í morgun frá háskólanum að ráðherrabústaðnum þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram. Afhentu þau þar Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, samantekt á sjónarmiðum ráðsins þegar kemur að fjármögnun háskólans.
Hafa stúdentar meðal annars mótmælt þeim óskum háskólayfirvalda að fá að hækka skrásetningargjald við skólann upp í 95 þúsund krónur.
Héldu stúdentar á tveimur stórum fánum þar sem annars vegar stóð: „Háskólann vantar 1.000.000.000“ og hins vegar: „Stúdentar splæsa“.
Auk þess að afhenda samantekt sína óskuðu stúdentar svara frá ráðherrum við eftirfarandi spurningum:
Þessi ganga var lokahnykkur á vikulangri herferð stúdentaráðs. Segir í tilkynningu að „markmið herferðarinnar er að vekja athygli á undirfjármögnun Háskóla Íslands og áhrifum hennar á skólastarfið, stúdenta og samfélagið allt og þrýsta á stjórnvöld að standa við gefin loforð um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar, í stað þess að varpa byrðinni enn frekar yfir á stúdenta í formi hærra skrásetningargjalds.“