Þrír skjálftar af stærð 3 og yfir

Jökulsprungurnar marka yfirborð Mýrdalsjökuls þar sem hann skríður fram.
Jökulsprungurnar marka yfirborð Mýrdalsjökuls þar sem hann skríður fram. mbl.is/RAX

Alls hafa 220 skjálf­tar mælst í Mýrd­als­jö­kli frá ára­mótum. Þar af hafa þrír skjálf­tar mælst af stærð 3 eða st­erkari.

Þeir riðu allir yfir síðdegis í gær og í gærkvöldi. Stærst­ur þei­rra mæld­ist 3,4 að stærð og varð hann um klu­kk­an hálf fimm síðdegis í gær.

Til saman­burðar mæld­ust fjórt­án skjálf­tar á þessu stærðar­bili undir jö­klinum á síðasta ári. Ellefu þei­rra mæld­ust á síðustu þrem­ur mánuðum árs­ins og var stærsti skjálf­tinn 3,9 að stærð.

Lí­fsm­örk í eldstöðinni

Páll Einarsson, jarðeðlisf­ræðing­ur og próf­ess­or em­er­itus, sagði í sa­mt­ali við Mor­g­un­blaðið í nóvem­ber að stærðin ski­p­ti ekki meg­in­m­áli þegar komi að því að rýna í skjálf­t­ana, held­ur fjöldinn einna helst.

„Og svo hvernig þeir haga sér með tím­anum,“ sagði Páll. Sjálf­sagt sé að fy­lgj­ast með en skjálf­tar á þessu svæði séu auðvitað tíðir.

„Þetta eru greini­lega lí­fsm­örk í eldstöðinni, það fer ekki á milli mála,“ bætti hann við.

Árin 2011, 1999 og 1955 varð vart við mikinn óróa, sem bend­ir jafnvel til þess að lít­il gos hafi orðið undir jö­klinum. Ekki hef­ur orðið stórt gos í Köt­lu, eldstöðinni sem jö­ku­llinn hy­lur undir hettu sinni, frá árinu 1918.

Páll tók fram að ekki væri hægt að segja að eld­fj­allið sé „komið á tíma“, hv­orki hvað stórt né lítið gos varðar.

„Við viljum nú held­ur rey­na að út­rýma þessu orðalagi. Það var uppi þessi trú á tím­a­bili að eld­fjöll höguðu sér með regl­ulegu tím­a­bili, en eld­fjöll gera það þó ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert