Laust fyrir hádegi varð umferðaróhapp á hringveginum við Þverá í Öxnadal á milli rútu og flutningabíls. Af þeim sökum er hringvegurinn lokaður og verður um sinn.
Þetta segir lögreglan á Norðurlandi eystra.
Hún bendir á að Ólafsfjarðarvegur og Siglufjarðarvegur séu opnir.
„Samkvæmt upplýsingum er engin aðili alvarlega slasaður og eru viðbragðsaðilar á vettvangi. Nánari upplýsingar koma síðar,“ segir í tilkynningu.