Vonar að stjórnvöld standi loks við loforðin

Rebekka Karlsdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands afhenti ráðherrum í dag …
Rebekka Karlsdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands afhenti ráðherrum í dag sjónarmið ráðsins um fjármögnun háskólans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst að þetta hafi gengið vel. Það var gott að ná sam­tali við þau,“ seg­ir Re­bekka Karls­dótt­ir, for­seti stúd­entaráðs Há­skóla Íslands, en fyrr í dag greindi mbl.is frá því að full­trú­ar stúd­entaráðsins hafi af­hent ráðherr­um sam­an­tekt á sjón­ar­miðum ráðsins að fjár­mögn­un há­skól­ans.

„Ég vona að þetta verði til þess að þau standi við sín lof­orð og lagi stöðuna sem blas­ir við há­skól­an­um núna og stór­auki fjár­fram­lög til op­in­berr­ar há­skóla­mennt­unn­ar til framtíðar.“

Re­bekka seg­ir það hafa verið miður að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, hafi ekki verið viðstödd, þar sem hún var er­lend­is en Stúd­entaráð hefði viljað fá skýr­ari svör frá Áslaugu um þessi mál­efni.

Fulltrúar stúdentaráðs stóðu fyrir utan ráðherrabústaðin í fimbulfrosti, er þeir …
Full­trú­ar stúd­entaráðs stóðu fyr­ir utan ráðherra­bú­staðin í fimb­ulfrosti, er þeir héldu á borðum sem á stóð „Há­skól­ann vant­ar millj­arð“ og „Stúd­ent­ar splæsa“. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Við höf­um margoft rætt stöðuna við hana á reglu­leg­um fund­um með henni. Svo hún veit al­veg að þessu.“ seg­ir hún og kveðst gjarn­an vilja halda áfram reglu­leg­um fund­um með ráðherra há­skóla­mála.

Bolt­inn hjá stjórn­völd­um

„Bolt­inn er soldið hjá þeim, bæði að svara okk­ur og að lag­færa stöðuna sem blas­ir við.“ seg­ir Re­bekka. Her­ferð Stúd­entaráðs ljúki í dag en um sein­astliðna viku hef­ur ráðið haldið úti her­ferðinni „Há­skól­ann vant­ar millj­arð, núna“. Stúd­entaráð muni þó standa reiðubúið þegar fjár­mála­áætl­un kem­ur til umræðu.

„Svo seg­ir Katrín að það sé ekki til umræðu að hækka skrá­setn­ing­ar­gjöld­in líkt og rek­tor­ar há­skól­anna hafa óskað eft­ir að verði gert. Hún sagði jafn­framt að það væri ekki sniðugt að hækka gjöld í þessu efna­hags­ástandi.“

„Núna stend­ur yfir end­ur­skoðun á reiknilíkani há­skól­anna í ráðuneyt­inu.“ og bæt­ir því við að þau fagni því að sú vinna sé far­in af stað af full­um krafti. Hún tel­ur jafn­framt mik­il­vægt að skref séu teki í átt að eig­in mark­miðum stjórn­valda um að fjár­magna mennt­un eins og þekk­ist á norður­lönd­un­um.

Góðar frétt­ir að ráðherra kann­ist ekki við niður­skurð

“Bjarni sagði þarna að há­skól­arn­ir væru grund­vall­ar­stofn­un í sam­fé­lag­inu sem varðar verðmæta­sköp­un í framtíðinni. Þannig að við telj­um óá­byrgt að fjár­málaráðherra haldi áfram að fjár­svelta slíka stofn­un.“

Stúdentar gengu frá HÍ að ráðherrabústaðnum og afhenda kröfur sínar.
Stúd­ent­ar gengu frá HÍ að ráðherra­bú­staðnum og af­henda kröf­ur sín­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á Vísi kem­ur það fram að þegar Re­bekka spurði fjár­málaráðherra út í niður­skurðinn hafi hann ekki sagst kann­ast við hann. Aðspurð um henn­ar á þess­um viðbrögð ráðherra svar­ar Re­bekka að það sé „klár­lega niður­skurður núna til há­skól­ans.“

„Varðandi fjár­mála­áætl­un, þá eru þetta bara þær upp­lýs­ing­ar sem við höf­um héðan úr há­skól­an­um sem að við höf­um úr há­skól­an­um, sem þau hafa frá ráðuneyt­inu.“

„En eins og ég sagði við Bjarna þá væru það bara góðar frétt­ir ef hann vildi ekki kann­ast við það.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók á móti stúdentum við Ráðherrabústaðinn og …
Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra tók á móti stúd­ent­um við Ráðherra­bú­staðinn og for­seti stúd­entaráðs spurði hann spjör­un­um úr um fjár­mögn­um skól­ans. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Stúdentar ganga frá HÍ að ráðherrabústaðnum og afhenda kröfur sínar.
Stúd­ent­ar ganga frá HÍ að ráðherra­bú­staðnum og af­henda kröf­ur sín­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka