„Afleiðing þess að farið var rangt af stað“

Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs, og Ísidór með hulið andlit …
Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs, og Ísidór með hulið andlit við þingfestingu málsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson, verj­andi Ísi­dórs Nathans­son­ar sem ákærður var fyr­ir hlut­deild í til­raun til hryðju­verka, seg­ir lög­reglu­yf­ir­völd hafa farið rangt af stað í upp­hafi hryðju­verka­máls­ins. Niðurstaða Lands­rétt­ar um að vísa ákæru­liðum eitt og tvö frá, hafi ekki komið á óvart, en þeir vísa að brot­um er snúa að und­ir­bún­ingi hryðju­verka. 

„Úrsk­urður héraðsdóms var mjög ít­ar­leg­ur og vel sam­inn þannig að við höfðum ákveðnar vænt­ing­ar um að hann yrði staðfest­ur,“ seg­ir Ein­ar í sam­tali við mbl.is.

Hann lít­ur á niður­stöðuna sem fullnaðarsig­ur að því er varðar hryðju­verkaþátt máls­ins.

„Ég held að það sé ekki hægt að túlka þetta öðru­vísi. Fræðilega séð er hægt að gefa út nýja ákæru en eft­ir allt sem hef­ur gengið á þá held ég að ákæru­valdið leggi árar í bát og láti gott heita. Ég á ekki von á því að það verði frek­ari eft­ir­mál­ar af þess­um þætti máls­ins.“

Ekki ástæða til að gefa út ákæru

Í úr­sk­urði Lands­rétt­ar kem­ur fram að mikl­ir ágall­ar séu á til­grein­ingu hinn­ar ætluðu refsi­verðu hátt­semi þeirra Sindra Snæs Birg­is­son­ar, sem ákærður var fyr­ir til­raun til hryðju­verka, og Ísi­dórs.

Er þetta áfell­is­dóm­ur á vinnu­brögð ákæru­valds­ins?

„Ákæru­valdið er nátt­úru­lega með efniviðinn, sem er rann­sókn­in, og ég held að þetta sé af­leiðing þess að farið var rangt af stað í upp­hafi. Það er stefnt að ákveðnu mark­miði með þess­ari rann­sókn og það end­ar svona. Dóm­stól­arn­ir hafa ein­hvern veg­inn séð í gegn­um það að það var í raun ekki ástæða til að gefa út ákæru fyr­ir þenn­an þátt máls­ins. Þess vegna er ákær­an óskýr því það er erfitt að lýsa því hvaða hátt­semi þeir eiga að hafa viðhaft,“ seg­ir Ein­ar.

„Það verða aðrir að meta það hvort þetta sé áfell­is­dóm­ur fyr­ir ákæru­valdið en ég held að þetta verði ábyggi­lega grandskoðað á þar til bær­um stöðum.“

Stór orð viðhöfð sem litar allt ferlið

„Í upp­hafi þegar þess­ar grun­semd­ir vöknuðu var blásið til blaðamanna­fund­ar og stór orð viðhöfð sem litar allt ferlið sem kem­ur í kjöl­farið. Strax í upp­hafi var lög­regl­an búin að ákveða að þeir hafi ætlað að fremja hryðju­verk og byrja al­gjör­lega á öf­ug­um enda í stað þess að bíða og sjá hvað rann­sókn­in leiðir í ljós.

Það er það sem hef­ur verið helsti gagn­rýn­ispunkt­ur­inn í þessu, ekki bara hjá okk­ur verj­end­um held­ur mörg­um öðrum sem hafa skoðað málið utan frá,“ seg­ir Ein­ar.

Hann seg­ir að niðurstaðan sé gríðarleg­ur létt­ir fyr­ir sinn um­bjóðanda og ger­ir ráð fyr­ir því að mál­inu muni ljúka með skjót­um hætti, en frá­vís­un Lands­rétt­ar varðar ekki seinni liði ákær­unn­ar er snúa að vopna­laga­broti og stór­felld­um vopna­laga­brot­um, ásamt fíkni­efna­broti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert