Köld norðanátt heldur áfram að blása um landið um helgina.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Í dag verður norðan 5-10 m/s norðantil en yfirleitt 8-13 um sunnanvert landið. Éljagangur verður norðan- og austanlands en annars verður léttskýjað.
Frost verður á bilinu 6 til 17 stig, kaldast verður inntil landsins norðaustantil.