Andlát: Dr. Jean Balfour

Dr. Jean Balfour lést á heimili sínu í Skotlandi 27. …
Dr. Jean Balfour lést á heimili sínu í Skotlandi 27. febrúar sl., 95 ára að aldri. Ljósmynd/Aðsend

Dr. Jean Bal­four, bóndi, grasa­fræðing­ur og mik­ill Íslands­vin­ur, lést á heim­ili sínu í Skotlandi 27. fe­brú­ar sl., 95 ára að aldri.

Jean fædd­ist í Skotlandi 4. nóv­em­ber 1927, dótt­ir James Syme Drew hers­höfðingja og Vict­oríu Drew. Eig­inmaður henn­ar var John Char­les Bal­four, f. 1919, d. 2009, en þau gift­ust árið 1950. Jean og John eignuðust þrjá syni; Robert, Dav­id og Alan. John kom úr þekktri Bal­four-ætt í Skotlandi. Afa­bróðir hans, sir Arth­ur Bal­four, var lengi leiðtogi breska Íhalds­flokks­ins og varð tvisvar for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, tók í síðara skiptið við af Loyd Geor­ge árið 1923.

Þau hjón áttu sam­an Bal­birnie-búg­arðinn í Fife og Scourie Esta­te í Sut­herland í Norðaust­ur-Skotlandi. Sam­an ráku þau Bal­birnie, sem var stórt bú með blönduðum bú­skap mjólk­ur­kúa og holdanauta. Þar ræktaði hún einnig skóg og hlúði að fal­leg­um skrúðgarði herrag­arðsins.

Jean ólst upp í skosku hálönd­un­um, Perth-skíri. Hún lauk B.Sc.-gráðu í grasa­fræðum frá Ed­in­borg­ar­há­skóla árið 1948 og hlaut síðar heiðurs­doktors­nafn­bót frá skól­an­um. Helsti starfs­vett­vang­ur henn­ar var á sviði nátt­úru- og um­hverf­is­vernd­ar og skóg­rækt­ar og sinnti hún stjórn­un­ar­störf­um á því sviði, m.a. sem formaður skosku land­varðasam­tak­anna og for­seti skosku skóg­rækt­ar­fé­lag­anna.

Jean kom fyrst til Íslands árið 1970 í boði Skóg­rækt­ar rík­is­ins og hitti þáver­andi skóg­rækt­ar­stjóra, Há­kon Bjarna­son. Síðan þá kom hún ár­lega til Íslands, allt til 2019, og kynnt­ist hér og eignaðist fjölda góðra vina sem hún hélt trygg­um tengsl­um við.

Jean fékk ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1994 og fjöl­marg­ar aðrar viður­kenn­ing­ar á er­lend­um vett­vangi, t.d. CBE-orðuna, eina æðstu orðu sem breska krún­an veit­ir.

Auk Íslands­ferða tók hún þátt í fjölda leiðangra til Græn­lands, Sval­b­arða og norður­stranda Rúss­lands og Síberíu.

Útför Jean fór fram í kyrrþey en minn­ing­ar­at­höfn fyr­ir fjöl­skyldu og vini fer fram í henn­ar sókn­ar­kirkju, Mark­inch Parish Church, 11. apríl nk. kl. 15.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert