Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karlmann sem grunaður er um að hafa brotist inn í nokkur fjölbýlishús í Breiðholti í nótt og morgun. Hann er nú í haldi lögreglu.
Talsverðar skemmdur urðu á húsnæði vegna verknaðaraðferðarinnar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Maðurinn var handtekinn á vettvangi, þar sem hann hafði brotist inn á eitt heimilið. Lögreglan hefur lagt hald á einhverja muni úr þessum innbrotum og vinnur nú að því að koma þeim til skila til eigenda sinna.