Brotist inn í nokkur fjölbýlishús í Breiðholti

Einn karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa …
Einn karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa brotist inn í nokkur fjölbýlishús í Breiðholti í nótt og morgun. mbl.is/Sigurður Bogi

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók í morg­un karl­mann sem grunaður er um að hafa brot­ist inn í nokk­ur fjöl­býl­is­hús í Breiðholti í nótt og morg­un. Hann er nú í haldi lög­reglu.

Tals­verðar skemmd­ur urðu á hús­næði vegna verknaðaraðferðar­inn­ar, að því er fram kem­ur í dag­bók lög­reglu. 

Maður­inn var hand­tek­inn á vett­vangi, þar sem hann hafði brot­ist inn á eitt heim­ilið. Lög­regl­an hef­ur lagt hald á ein­hverja muni úr þess­um inn­brot­um og vinn­ur nú að því að koma þeim til skila til eig­enda sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert