Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla. Felur það í sér að að dómurum við Landsrétt verði fjölgað varanlega um einn, úr 15 í 16.
Fram kemur í greinargerð að frumvarpið grundvallist á upplýsingum og tillögum sem ráðuneytinu bárust frá dómstólasýslunni og Landsrétti sem eru þær stofnanir sem efni þess varðar helst.
Sú breyting sem frumvarpið felur í sér sé ótvírætt til þess fallin að þjóna almannahag og sé mikilvægt að hún fái þinglega meðferð hið fyrsta. Í þessu ljósi sem og þess að efnistök frumvarpsins séu mjög afmörkuð var ekki talið nauðsynlegt að kynna það í samráðsgátt.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.