Einn á slysadeild eftir sprengingu

Töluvert tjón varð á íbúðinni.
Töluvert tjón varð á íbúðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sprenging varð í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær og var einn einstaklingur í kjölfarið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. 

„Það var feiti í potti og það var sprautað ofan í pottinn með léttvatnsslökkvitæki, þá geta orðið smá hættulegar aðstæður. Þá verður svona smá sprenging,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Að sögn varðstjórans var hinn slasaði ekki augljóslega alvarlega slasaður en var til öryggis fluttur á slysadeild.

Töluvert tjón varð á íbúðinni og bendir varðstjórinn á að gott sé að nota eldvarnarteppi við svona aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert