Einn á slysadeild eftir sprengingu

Töluvert tjón varð á íbúðinni.
Töluvert tjón varð á íbúðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spreng­ing varð í fjöl­býl­is­húsi í Reykja­vík í gær og var einn ein­stak­ling­ur í kjöl­farið flutt­ur á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar. 

„Það var feiti í potti og það var sprautað ofan í pott­inn með létt­vatns­slökkvi­tæki, þá geta orðið smá hættu­leg­ar aðstæður. Þá verður svona smá spreng­ing,“ seg­ir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is.

Að sögn varðstjór­ans var hinn slasaði ekki aug­ljós­lega al­var­lega slasaður en var til ör­ygg­is flutt­ur á slysa­deild.

Tölu­vert tjón varð á íbúðinni og bend­ir varðstjór­inn á að gott sé að nota eld­varn­arteppi við svona aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert