Sprenging varð í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær og var einn einstaklingur í kjölfarið fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
„Það var feiti í potti og það var sprautað ofan í pottinn með léttvatnsslökkvitæki, þá geta orðið smá hættulegar aðstæður. Þá verður svona smá sprenging,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.
Að sögn varðstjórans var hinn slasaði ekki augljóslega alvarlega slasaður en var til öryggis fluttur á slysadeild.
Töluvert tjón varð á íbúðinni og bendir varðstjórinn á að gott sé að nota eldvarnarteppi við svona aðstæður.
Góðan dag. Þéttur sólarhringur að baki hjá okkur. 130 sjúkraflutningar þar af 56 forgangsflutningar sem er of hátt...
Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Föstudagur, 10. mars 2023