Elín Hirst til forsætisráðuneytisins

Elín Hirst fjölmiðlakona greinir frá tímamótum á starfsferlinum.
Elín Hirst fjölmiðlakona greinir frá tímamótum á starfsferlinum. mbl.is/Eggert

Elín Hirst fjöl­miðlakona hef­ur fengið það verk­efni hjá for­sæt­is­ráðuneyt­inu að und­ir­búa funda­her­ferð um landið með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og verk­efnateymi Sjálf­bærs Íslands.

Frá þessu grein­ir hún á Face­book-síðu sinni og seg­ist hreyk­in af þess­um tíma­mót­um á starfs­ferl­in­um. Fram kem­ur að um sé að ræða verk­takaráðningu til þriggja mánaða.

Elín hef­ur starfað hjá Torgi ehf. sem rek­ur Frétta­blaðið, fretta­bla­did.is, dv.is og Hring­braut síðan árið 2021. Þá hef­ur hún bæði stýrt frétta­stofu RÚV, Stöðvar 2 og Bylgj­unn­ar.

Elín mun jafn­framt aðstoða við gerð græn­bók­ar og stefnu­mörk­un­ar í sjálf­bærni­mál­um þar sem hún von­ast til að geta nýtt reynslu sína af þátta­gerð í sjón­varpi um lofts­lags- og sjálf­bærni­mál með Sagafilm og RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert