Elín Hirst fjölmiðlakona hefur fengið það verkefni hjá forsætisráðuneytinu að undirbúa fundaherferð um landið með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og verkefnateymi Sjálfbærs Íslands.
Frá þessu greinir hún á Facebook-síðu sinni og segist hreykin af þessum tímamótum á starfsferlinum. Fram kemur að um sé að ræða verktakaráðningu til þriggja mánaða.
Elín hefur starfað hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, dv.is og Hringbraut síðan árið 2021. Þá hefur hún bæði stýrt fréttastofu RÚV, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Elín mun jafnframt aðstoða við gerð grænbókar og stefnumörkunar í sjálfbærnimálum þar sem hún vonast til að geta nýtt reynslu sína af þáttagerð í sjónvarpi um loftslags- og sjálfbærnimál með Sagafilm og RÚV.