„Frekar drepist á hjólinu en að hætta“

350 kílómetrum skilað á innan við sólarhringi til styrktar Krafti.
350 kílómetrum skilað á innan við sólarhringi til styrktar Krafti. mbl.is/Óttar

„Við erum nokkuð bratt­ir. Við enduðum á 200 kíló­metr­um á hjóli og náðum að jafna okk­ur vel á því og borða sæmi­lega vel. Við enduðum þetta í raun­inni bros­andi út í eitt,“ seg­ir Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son eft­ir að hafa skilað 350 kíló­metr­um af erfiði ásamt Hall­dóri Ragn­ari Guðjóns­syni og Berg­i Vil­hjálms­syni slökkviliðsmanni, sem kláraði síðustu kíló­metr­ana í vinnugall­an­um. 

Kláruðu þeir fé­lag­ar 350 kíló­metra af róðri, skíðavél og hjól­reiðum í hús­næði Ultra­form í Graf­ar­holti á 23 og tæpri hálfri klukku­stund, til styrkt­ar Krafti, stuðnings­fé­lagi ungs fólks með krabba­mein.

Félagarnir enduðu á hjólinu.
Fé­lag­arn­ir enduðu á hjól­inu. mbl.is/Ó​ttar

Dug­leg­ir að passa upp á hvern ann­an

Heilu skokk­hóp­arn­ir og vakt­ir slökkviliðsins mættu til þess að styðja við fé­lag­ana og seld­ist varn­ing­ur Krafts vel, að sögn Þór­unn­ar Hildu Jón­as­dótt­ur, markaðs- og kynn­ing­ar­full­trúa Krafts.

„Þeir voru dug­leg­ir að passa upp á hvern ann­an. Þetta var aldrei í hættu, enda ákveðnir menn. Þeir hefðu frek­ar drep­ist á hjól­inu en að hætta,“ seg­ir hún létt í bragði. 

„Nótt­in var erfið“

Spurður hvort staðan hefði á ein­hverj­um tíma­punkti orðið tví­sýn svar­ar Sig­ur­jón neit­andi.

„En nótt­in var erfið. Við vor­um að róa í alla nótt sem tók svo­lítið í,“ seg­ir Sig­ur­jón. Strang­ar æf­ing­ar fram að söfn­un­ar­átak­inu komu þá ekki að sök.

„Við erum all­ir í nokkuð góðu standi en tök­um 100 km hjólaæf­ingu, róðraæf­ing­ar og allskon­ar. Við tók­um al­veg lang­ar æf­ing­ar fyr­ir þetta og það er gam­an að við hefðum náð all­ir að klára.“

Marg­ir mættu til þess að hvetja kapp­ana áfram og áheita­söfn­un stend­ur yfir fram á mánu­dag.

Ban­ka­upp­lýs­ing­ar hjá Krafti: kennitala: 571199-3009, bank­a­núm­er: 327-26-112233, Aur: @kraft­ur 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert