Leitin að Gunnari Svan Björgvinssyni bar ekki árangur í dag á Eskifirði. Leitað var í fjörum og í sjó sem og í bænum og nágrenni hans.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Leitinni verður fram haldið á morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Næstu skref verða ákveðin að þeirri leit lokinni.
Áfram er biðlað til íbúa Eskifjarðar og nágrennis að skoða útihús, skúra, geymslur og slíkt þar sem skjóls gæti verið leitað.