Í morgun mældist mesta frost í Reykjavík í marsmánuði frá því árið 1998. Lágmarkshitinn í morgun var -14,8 gráður.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu Bliku, sem er veðurvefur sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur.
Í færslu Bliku segir að 7. mars árið 1998 hafi lágmarkshitinn farið niður í -14,9 gráður. Eins og segir var lágmarkshititinn í morgun -14,8°C. Litlu mátti því muna.
MESTA FROST Í MARS Í REYKJAVÍK FRÁ 1998 - 14,8°C Margt má segja um þetta kuldakast sem nú liggur eins og mara yfir...
Posted by Blika on Laugardagur, 11. mars 2023