Mesta frost í Reykjavík síðan 1998

Lágmarkshitinn í morgun var -14,8 gráður.
Lágmarkshitinn í morgun var -14,8 gráður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í morgun mældist mesta frost í Reykjavík í marsmánuði frá því árið 1998. Lágmarkshitinn í morgun var -14,8 gráður.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Bliku, sem er veðurvefur sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur.

Í færslu Bliku segir að 7. mars árið 1998 hafi lágmarkshitinn farið niður í -14,9 gráður. Eins og segir var lágmarkshititinn í morgun -14,8°C. Litlu mátti því muna.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert